Húnavaka - 01.05.1973, Síða 193
HUNAVAKA
191
og dafna á komandi árum og
vinna að framgangi hvers þess
máls, er okkar heimahéraði má
verða til heilla.“
Það yljar heimamönnum um
hjartarætur, þegar slík orð eru
sögð og gleður þá að vita hvern
hug þeir, er flutzt hafa suður,
bera til heimahéraðsins. Þetta
hafa heldur ekki verið orðin
tóm, því að Húnvetningafélagið
hefur stutt af dugnaði og fórn-
fýsi ýmis framfara- og menning-
armál heima í héraði og átt sam-
starf um þau við heimamenn.
Má þar nefna útgáfustarfsemi
í samvinnu við Sögufélagið Hún-
vetning, svo sem Brandsstaða-
ánnál, Troðninga og tóftarbrot,
Búsæld og barning o. fl.
Húnvetningafélagið stóð fyrir
endurreisn Borgarvirkis, hóf
skógrækt í Þórdísarlundi í Vatns-
dalshólum 1952 og reisti þar
minnismerki um Þórdísi Ingá-
mundardóttur gamla árið 1962.
Nokkrum sinnum hafa Hún-
vetningar sunnan og norðan
heiða hitzt í faðmi húnvetnskra
öræfa á Hveravöllum og haldið
þar vegleg mót. Hefur Hún-
vetningafélagið verið driffjöður
að slíkum samkomum.
Þá hefur Húnvetningafélagið
sent sjúkrahúsunum á Blönduósi
og Hvammstanga gjafir og sjúk-
lingunum jólagjafir.
Húnvetningafélagið hefur
komið sér upp félagsheimili að
Laufásvegi 25 í eigin húsnæði
og fer þar fram ýmis félagsstarf-
semi.
Á fleiri þætti í starfsemi Hún-
vetningafélagsins verður ekki
drepið hér að sinni, þótt af
mörgu fleira sé að taka. Þetta
nægir til þess að sýna að starf fé-
lagsins hefur borið góðan ávöxt
og samskipti við heimamenn
verið góð.
Ég er þess fullviss, að allir
Húnvetningar hér heima vilja
taka undir með mér og senda
Húnvetningafélaginu og félags-
mönnum þess hugheilar kveðjur
og sérstakar árnaðaróskir á 35
ára afmælinu, þakka ræktarsemi,
hlýjan hug og samstarf á liðnum
árum. Og óska þess að Húnvetn-
ingafélagið eflist og eigi eftir um
langa hríð að taka höndum sam-
an við heimamenn og lyfta
Grettistökum minnugir Húna-
þings, þótt örlög hafi ráðið bú-
setu.
S. A. J.
MIKLAR FRAMKV/EMÐIR
í VAXANDI BÆ.
Allmiklar framkvæmdir voru á
sl. ári á vegum Blönduóshrepps.
Lagðar nýjar götur og lagnir í
þær. Nú er svo komið, að þegar
gata er gerð, er skipt um jarðveg
í henni, ef með þarf, og vatn og
holræsi lagt, þannig að hún er