Húnavaka - 01.05.1973, Síða 207
HÚNAVAKA
205
í kaup á hitavagni til Héraðs-
hælisins.
Sambandið veitti verðlaun við
skólaslit Tónlistarskólans, ein
á hverjum skólastað. Þau lilutu
Jón Jóhannsson, Lára Guð-
mundsdóttir og Sigrún Zophaní-
asdóttir.
Veitt voru í félagi við B.S.A.H.
verðlaun fyrir utanhússum-
gengni. Hlutu þau býlin Kleifar
við Blönduós, Flaga í Vatnsdal
og Torfalækur I.
Einstök félög hafa að venju
haft margt þarflegt fyrir stafni,
ýmiss konar fjáröflun til starf-
semi sinnar, fræðslufundi og
námskeið, mannfagnað fyrir
eldri og yngri kynslóðir, gefið
fatnað og fleira í björgunarbáta
og björgunarskýli, gefið til
kirkna og veitt ýmsum aðstoð
eftir þörfum.
Skemmtiferðir eru farnar og
lieimboð milli kvenfélaganna.
Greidd var fótsnyrting vistfólks
á ellideild H.A.H. Sum félögin
virðast fámennari en efni standa
til, en þó er víða sjáanlegur vax-
andi áhugi ungra kvenna á fé-
lagsstarfi, enda verkefni næg.
Nú er í undirbúningi list-
kynning á vegum S.A.H.K. þann
24. og 25. marz. Verður sýndur
fjöldi listaverka þekktra lista-
rnanna, eldri og yngri, blásara-
kvintett leikur og kórar syngja.
Senn eru hundrað ár liðin síð-
an konur í Svínavatnshreppi
stofnuðu kvenfélag. Verður þess
minnzt í samráði við Kvenfélag
Svínavatnshrepps.
Gert er ráð fyrir að fá Ola Val
Hansson garðyrkjuráðunaut til
leiðbeininga snemma vors, en
Samband norðlenzkra kvenna
hefur þá tíma hans til ráðstöf-
unar nokkra daga.
Þ. B.
JARÐAKAUPALÁN MEST í AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU.
Árið 1972 var 10. starfsár útibús
Búnaðarbanka íslands á Blöndu-
ósi. Um áramótin var innstæðu-
fé í útibúinu 223 millj. krónur,
en var í lok 1. starfsárs 1963 26
millj. krónur. Innlánsaukning á
þessu tímabili hefur því numið
197 millj. króna eða 758%. Inn-
lán skiptust svo: Almennur spari-
sjóður 96 millj., bundið fé 76
millj. og veltufé 51 millj.
Útlán í árslok voru 261 millj.
krónur, en þar af voru endur-
seld afurðalán til landbúnaðar
81 millj. Útlán í lok 1. starfsárs
voru 23 millj. krónur.
Helztu útlánaflokkar voru:
Landbúnaður 115 millj. kr, iðn-
aður 49 millj. kr., fjárfestingar-
lánastofnanir (aðallega Veðdeild
Búnaðarbankans vegna lausa-
skuldalána bænda og Fram-