Húnavaka - 01.05.1973, Page 208
206
HÚN AVAKA
kvæmdasjóður vegna 10% bind-
ingar af árlegri innlánsaukn-
ingu) 18 millj. kr., bæjar- og
sveitarfélög 17 millj. kr., þjón-
ustustarfsemi 14 millj. kr. og
íbúðarbyggingar 10 millj. kr.
Velta jókst á árinu um 22% og
afgreiðslufjöldi varð 78400 og
hafði aukizt um 15%.
Byggingaframkvæmdir bænda
voru með mesta móti á árinu og
lánaði útibúið til þeirra, bæði
bráðabirgðalán út á væntanleg
ftofnlán, og lán til lengri tíma.
Nú má heita, að öll lán Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins og
Veðdeildar Búnaðarbankans séu
greidd út í útibúinu til mikils
hagræðis fyrir bændur. Stofn-
lánadeild landbúnaðarins er sá
lánasjóður, sem lánar til land-
búnaðar út á aðrar framkvæmd-
ir en jarðakaup, og árið 1972
voru veitt frá Stofnlánadeild alls
71 lán í Austur-Húnavatnssýslu
að f járhæð samtals kr. 20.425.000
og í Vestur-Húnavatnssýslu 41
lán að fjárhæð samtals kr.
10.015.000.
Veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands lánar til jarðakaupa, og
veitti deildin á síðasta ári 21 slíkt
lán í Austur-Húnavatnssýslu að
fjárhæð samtals kr. 6.655.000, og
var það hæsta lánveiting í sýslu-
félagi á landinu. Samsvarandi
lán í Vestur-Húnavatnssýslu
voru 11 að tölu að fjárhæð sam-
tals kr. 2.120.000. Ennfremur
voru veitt í Austur-Húnavatns-
sýslu 6 lán að fjárhæð sam'.als kr.
1.455.000 til breytingar á lausa-
skuldum bænda í föst lán. Slík
lán í Vestur-Húnavatnssýslu
voru 5 talsins að fjárhæð samtals
kr. 1.175.000.
Húsnæði það, sem útibúið
hefur búið við undanfarin ár,
dugir nú ekki lengur vaxandi
starfsemi og hefur reyndar alla
tíð verið óhentugt. Bankaráð
Búnaðarbankans hefur því
ákveðið að láta hefjast handa um
nýbyggingu á lóð útibúsins á
árinu 1973.
Guðm. H. Thoroddsen.
FR/ÍTTIR ÚR HÖFÐAKAUPSTAÐ.
Fiskiveiðar: Afli var minni en
árið áður. Á vertíð var fiskileysi
fyrir norðan land. Á síðastliðinni
haustvertíð, þrátt fyrir ógæftir,
voru heimaskipin hér með þeim
fiskisælli. Af togskipum fyrir
Norðurlandi var Arnar hæstur
og Örvar þriðji að aflamagni.
Arnar var seldur um áramót
til Þorlákshafnar. Hafði hann
reynzt hér hið farsælasta skip.
Samið hefur verið um smíði á
skuttogara frá Japan. Er hann
500 smálestir að stærð og áætlað
að hann komi í júlí.
í haust var keyptur v. b. Kon-