Húnavaka - 01.05.1973, Page 212
210
HÚNAVAKA
þeirra, nokkuð stór Breti, sem
heitir Northern Queen, reyndi
að keyra á togvírinn hjá okkur á
meðan við vorum að hífa og kom
hættulega nálægt okkur. En við
vorum fljótir að ná inn vörp-
unni, svo að þeir gátu ekki gert
neinn óskunda með því að keyra
á hana,
En þegar varðskipið heyrði
það, að þeir ætluðu sér að keyra
á okkur eða voru að tala um það,
kallaði það í talstöðina að það
myndi hiklaust skjóta þá niður,
ef að þeir reyndu ástím. Þeir
hafa eitthvað tekið þetta til
greina, því að þeir lögðu ekki í
það.
Eftir að við vorum búnir að
innbyrða vörpuna, létum við
reka smástund, á meðan greidd-
ist úr togaraþvögunni. Svo varð
smuga til að losna, þá keyrðum
við í burtu. Þeir eltu okkur ekki.
Þar með var þessu lokið.
Skrúfa?i úr Varðskipinu Þór.
Varðskipið Þór strandaði sem
kunnugt er 21. desember 1929 á
Sölvabakkaskerjum í aftakaveðri
og hríð. Mannbjörg varð. Hafði
Þór ætlað að liggja við akkeri,
en rak upp á skerin. Skipið náð-
ist eigi út og lengi mátti sjá, um
stórstraumsfjöru, skipsketilinn.
Svo fór einnig 1910, er póstskip-
ið Lára strandaði, eign Samein-
aða gufuskipafélagsins, norðan
við Spákonufellshöfða. Áhöfn og
farþegar björguðust. Skipinu
Froskmadur kafar eftir skipsskrúfunni.