Húnavaka - 01.05.1973, Page 217
HÚNAVAKA
215
hefir rafmagn verið leitt til ljósa
í kirkjuna.
Aðalmál fundarins var „End-
urskoðun á starfsháttum kirkj-
unnar“. Um það fluttu erindi sr.
Árni Sigurðsson á Blönduósi og
séra Robert Jack á Tjörn. Urðu
síðan fjörugar umræður. Allir
prestar prófastsdæmisins sóttu
fundinn og 15 safnaðarfulltrúar.
Fundarmenn þágu síðdegiskaffi
í boði sóknarnefndar staðarins
og sátu kvöldverðarboð á Mel-
stað, hjá frú Sigríði Kolbeins og
séra Gísla Kolbeins.
Holtastaðakirkja.
Þann 18. júní, er messað var í
Holtastaðakirkju, var mættur
þar Jónas Guðmundsson frá
Miðgili og kona hans, Guðrún
Magnúsdóttir, sem eru búsett í
Vestmannaeyjum, ásamt börn-
um, venzlafólki og ættmennum,
búsettum hér í héraði Færði
hann kirkjunni skírnarfont, er
á var letrað á silfurskildi: „Gjöf
til minningar um foreldra okk-
ar, Guðmund Þorkelsson og
Guðrúnu Einarsdóttur. Frá
börnum hinna látnu.“
Skírnarfonturinn er úr 1 j(>s-
hvítri marmarablöndu. Rétt-
hyrndur ferstrendingur, 1 meter
á hæð. Á hliðum hans eru lág-
myndir, er tákna ritningarstaði.
Allt er þetta fagurlega gjört og
mótað eftir Jónas Jakobsson
myndhöggvara frá Bliinduósi.
Fontinum fylgir skírnarskál.
Jónas Guðmundsson afhenti
þennan fagra grip með ágætri
ræðu, er hann nú leit dalinn
sinn græna, eftir 40 ára dvöl við
hinn djúpbláa sæ, við Vest-
mannaeyjar.
Var síðan skírt barn, afkom-
andi þeirra Miðgilshjóna.
Hilmar Frímannsson, Fremsta-
gili, ásamt sóknarpresti, Pétri Þ.
Ingjaldssyni, þökkuðu gjöfina.
Gjöf þessi var sóknarbúum
kærkomin, en áhugi er meðal
þeirra að láta fara fram gagn-
gera viðgerð á hinu reisulega
guðshúsi, Holtastaðakirkju. Hef-
ur kvenfélga Engihlíðarhrepps
sýnt þessu máli lofsverðan á-
huga.
Skólamál.
I skólanum voru alls 115 nem-
endur. 85 í barnaskóla og 30 í
unglingaskóla.
Sú breyting varð á kennara-
liði skólans, að cand. mag. Eirík-
ur Kristjánsson lét af störfum
eftir 14 ára starf og Sveinn
Ingólfsson, er kennt hafði um
fjölda ára fékk lausn frá störf-
um sökum annríkis, en liann er
oddviti og framkvæmdastjóri
Skagstrendings. Helgi Valtýsson
livarf frá starfi. í stað þessara
manna komu heimamenn og
fermingarbræður, er lokið