Húnavaka - 01.05.1973, Page 218
216
HÚNAVAKA
höfðu prófi um vorið. Guð-
mundur Haukur Sigurðsson,
stúdent, Ólafur Bernódusson,
kennari og Karl Lúðvíksson,
kennari, er einnig kenndi sund
um sumarið.
Endurnýjuð voru húsgijgn,
borð og stólar, í tveimur stofum
skólans. Sktjlaferðalag unglinga-
skólans stóð í 3 daga. Farið var
til Akureyrar og dvalið við
Joiftnm lialdvinsson vMsljóri
(Jói norski).
skíðaiðkanir í Hlíðarfjalli og
gist í skálanum.
Nýir stundakennarar voru
ráðnir. Lárus Ægir Guðmunds-
son og Bjarney Valdimarsdóttir.
Á þessu ári luku þrír Skag-
strendingar Háskólaprófi. Stefán
Ingólfsson, Ólafsvöllum, prófi
í vélaverkfræði við Hafnarhá-
skóla. Prófi í viðskiptafræði við
Háskóla íslands, Árni Björn
Birgisson, Straumnesi, og Lárus
Ægir Guðmundsson, Hólavegi
25.
Kennaraprófi luku Ólafur
Beriujdusson og Karl Lúðvíks-
son.
Stúdentsprófi lauk Guðmund-
ur Haukur Sigurðsson.
Þá kom í haust út bókin ,,Jói
norski", ævisaga Jóhanns Bald-
vinssonar, vélstjóra í Skálholti
hér í bæ. Er sagan skráð af Er-
lingi Davíðssyni. Bók þessi er
hin læsilegasta og skemmtileg,
og skreytt með teikningum eftir
Sigmund, hinn þjóðkunna
teiknara og hugvitsmann, sem
er sonur Jóhanns Baldvinssonar.
Þorfinnur Bjarnason flutti til
Reykjavíkur. Hafði hann um
áratugi verið mikilhæfur for-
vígismaður sveitarfélagsins og
vel látinn. Hann var oddviti
Hijfðahrepps 1954—66 og 1966—
72 sveitarstjóri. Gjaldkeri Síld-
arverksmiðju ríkisins og fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins