Húnavaka - 01.05.1973, Side 220
218
HÚNAVAKA
Seðlabanka íslands og öðrum
bönum voru í árslok 10.6
milljónir króna.
Innborgaðir vextir voru 2.820
þúsundir, en innfærðir vextir af
innstæðufé 2.041 þúsundir
króna.
Rekstrarhagnaður, 134 þús-
undir króna, var lagður í vara-
sjóð.
Heildarveltan á árinu 1972
var 253.6 milljónir og hafði
aukizt miðað við næsta ár á
undan um rúmlega 107 milljón-
ir króna, eða 70.3%.
DANSLEIKIR BETUR SÓTTIR.
Árið 1972 voru haldnir 74 opin-
berir dansleikir í sýslunni, hafði
fækkað um 6 frá fyrra ári. Gest-
ir á þessum dansleikjum voru
samtals tæplega 18.000 og var
það veruleg aukning frá árinu
áður. Þessum skemmtunum fylg-
ir vaxandi ölvun, sérstaklega að
sumrinu og haustinu. Hinsvegar
fara slagsmál mjög minnkandi
og er auðséð, að Húnvetningar
eru yfirleitt ekki hrifnir af þeim
aðilum, er sýna slíka ómennsku.
Alltaf fjölgar ökutækjum í
sýslunni og um leið óhappatil-
felltim. Skráð umferðaróhöpp
á árinu voru 98. Úr þessum ó-
höppum þurftu 30 manns að
leita læknis. Alls voru 14 teknir
fyrir meinta ölvun við akstur.
Þessar tölur sýna að slysum hefur
fjiilgað, en ölvun við akstur
minnkað mikið.
Á árinu var mikill áróður
gerður til að stuðla að aukinni
notkun öryggisbelta. Virtist, er
líða tók á sumarið, að öryggis-
belti væru notuð í 70—80% bif-
reiða, sem belti voru í. Góðir
Húnvetningar. Það er staðreynd,
að margir hafa bjargast frá mikl-
um meiðslum eða jafnvel dauða,
með notkun öryggisbelta, þegar
umferðaóhöpp hafa orðið. Þetta
er ábending til ykkar, sem ég
vonast til að þið takið til greina.
Enginn veit hver lent getur í ó-
happi, hver verður næstur. Sökin
er ekki alltaf þess, sem fyrir slys-
inu verður.
Hjnlmnr Eypórsson.
SKÁKFRÉTTIR.
Sveitakeppni Austur-Húnvetn-
inga 1972 fór fram í marz.
Fjórar sveitir tóku átt í
keppninni og sigraði sveit
Blönduóss með 9i/£ vinning af
12 mögulegum. í sveitinni voru
Jón Hannesson, Baldvin Kristj-
ánsson, Guðmundur H. Thor-
oddsen og Baldur Þórarinsson.
Annað sætið hlaut sveit Sveins-
staðahrepps með 71/^ vinning,
Joriðja var sveit Svínavatnshrepps
með 5 vinninga og fjórða var