Húnavaka - 01.05.1973, Page 225
HÚNAVAKA
223
febrúar 1973 og skal hér getið
þess helzta, sem kom fram í
skýrslu stjórnar.
Aðal markmið félagsins er að
starfrækja tónlistarskóla og
markast störf stjórnar mjög þar
af.
Tónlistarskólinn hóf starf sitt
í febrúar 1971, en starfaði þá að-
eins 6 vikur. Um haustið 'hóf
skólinn starfsemi í byrjun októ-
ber og starfar skólinn því annað
skólaárið í vetur, en skólaár telst
7 mánuðir.
Þrír kennarar starfa við skól-
ann, frú Solveig Sövik og
Tryggvi Jónsson, sem kenna á
píanó og orgel, og Skarphéðinn
Einarsson, sem kennir á gítar.
Kennslustaðir eru þrír, Húna-
vellir, Blönduós og Skagaströnd.
Um 60 nemendur stunda nám í
skólanum og léku nokkrir þeirra
fyrir aðalfundargesti, sem þótti
árangur þessa stutta skólatíma
furðu góður.
Fjárhagur skólans er engan
veginn tryggur, því langt er frá
að ríkissjóður standi við að
greiða þriðjung skólakostnaðar,
eins og lög um tónlistarskóla
gera ráð fyrir. Önnur framlög til
skólans eru frá sveitarfélögum,
Tónlistarfélaginu og sýslusjóði,
að ógleymdum nemendagjöld-
um.
Engir tónleikar hafa enn verið
haldnir á vegum félagsins. A vori
komanda hyggst stjórnin bæta úr
því og verða væntanlega haldnir
tónleikar fyrir félagsmenn síðari
hluta aprílmánaðar.
Úr stjórn áttu að ganga Jónas
Tryggvason og Jón Tryggvason
og voru þeir báðir endurkjörnir
til þriggja ára.
Þrír félagar bættust við á fund-
inum og eru félagar þá 156 tals-
ins.
Bergur Felixson.
BARNA- OG MIÐSKÓLINN,
BLÖNDUÓSI.
Skólinn tók til starfa fyrstu dag-
ana í október og eru rúmlega
140 nemendur í skólanum ef
með eru talin 6 ára börn, sem
eru þrjá mánuði í skóla.
Aðeins 5 nemendur höfðu sótt
um skólavist í 4. bekk gagnfræða-
skólans og starfar gagnfræða-
deildin því ekki í vetur, en slík
deild hefur verið við skólann sl.
þrjú ár.
Fastir kennarar eru 6 auk
skólastjóra og einnig starfa 7
stundakennarar við skólann í
vetur.
Skólinn starfar nú annað árið
í nýju húsnæði, sem hefur verið
búið húsgögnum og kennslu-
tækjum. Er það almannarómur,
að skólinn sé sérlega vistlegur og
hefur myndarlega verið bætt úr
brýnni húsnæðisþörf og vinnu-