Húnavaka - 01.05.1973, Page 226
224
HÚNAVAKA
aðstöðu nemenda og kennara
gerð eins og bezt verður á kosið.
Áberandi er livað þessi vistlegu
húsakynni liafa jákvæð áhrif á
umgengni nemenda.
Félagslíf er nokkuð innan
veggja skólans og lagði sveitar-
stjórn fram fé til að auka félags-
starfsemi og er það notað til
íþróttastarfs og stunda nú flestir
eldri nemenda badminton og
eða körfubolta og blak. Sjálf-
stæður skákklúbbur starfar í
skólanum og er m. a. keppt um
veglegan bikar, sem Kvenfélagið
Vaka gaf skákklúbbnum.
Ljósmyndaklúbbur starfar og
eru um 30 nemendur þátttak-
endur í honum. Leiðbeinendur
eru Björn Bergmann og Unnar
Agnarsson og leggja þeir mikið
starf fram í sjálfboðavinnu.
Árshátíð Miðskólans er sú há-
tíð ársins, sem mesta tilhlökkun
vekur og leggja nemendur tölu-
verða vinnu á sig til að hún geti
farið sem bezt fram.
Barnaskólinn heldur svo sína
árlegu skemmtun sumardaginn
fyrsta og rennur ágóði af jressum
skemmtunum í ferðasjétð.
Bergur Felixson.
„TOGARI STRANDAÐI f SANDÁ.“
Héðan frá slysavarnadeildinni
Blöndu er fátt að frétta frá liðnu
ári. Útkall barst aðeins eitt þann
31. jt'ilí, er tveir drengir týndust
um stundarsakir. Þeir komu síð-
ar vel slæptir en heilbirgðir til
bæja, eftir 15 klukkustunda fjar-
veru, en ætluðu í fyrstu aðeins
að bregða sér stutta bæjarleið.
Starfsemi deildarinnar hefur
að mestu legið niðri á sl. ári, en
í þess stað hefur björgunarsveit
deildarinnar verið vel virk og
unnið að ýmsum málum og
framkvæmdum, er við komum
að síðar.
Tvær ferðir hafa verið farnar
til endurnýjunar á stikum við
Kjalveg að Hveravöllum. Laug-
ardaginn 7. okt. sl. voru flutt í
björgunarskýlið okkar Sandár-
búð á Auðkúluheiði matvæli,
fatnaður og annar búnaður til
að hafa þar yfir veturinn. I því
sambandi hafa deildinni borizt
ýmsar gjafir til að efla búnað
skýlisins og viljum við færa þeim
aðilum hugheilar þakkir fyrir.
Sérstaklega þökkum við Kven-
félaginu Vöku á Blönduósi fyrir
sitt framlag, sem var ekki skorið
við neglur sér og er að verðmæti
svo þúsundum króna skiptir.
Gjafirnar bera með sér rausn og
hlýja umhugsun konunnar. Sá,
sem kemur hrakinn og blautur í
Sandárbúð, getur klæðzt hlýjum
ullarfötum, nær og fjær. Hann
getur jrvegið sér og lagzt til
hvíldar í beztu gerð svefnpoka,