Húnavaka - 01.05.1973, Síða 233
HÚNAVAKA
231
inu milli Blöndu og Miðfjarðar-
oirðinoar næsta haust. Mikil á-
O O
herzla var lögð á að ná víðtækri
samstöðu allra bænda á svæðinu,
um bólusetningu, sem er eina
vörnin gegn garnaveikinni.
Nautgripir geta einnig tekið
garnaveikina, en þeir eru ekki
bólusettir vegna þess, að með því
yrði ómögulegt að leita uppi
berklasmitbera. Leitað er að
smitberum garnaveikinnar í
nautgripum með blóðprófi.
VAXANDI SALA Á ULLARVÖRUM.
Á árinu 1972 jókst framleiðsla
Pólaprjóns h/f mjög mikið og
var það aðallega vegna „Americ-
an—Express“-kápunnar svoköll-
uðu.
41 þúsund kápur voru fram-
leiddar af 17 aðilum víðs vegar
á landinu. Þá framleiddi Pólar-
prjón einnig jakka, peysur o. fl.
Pólarprjón prjónaði um einn
þriðja hluta af ullarvoðinni, sem
notuð var í fyrrnefndar kápur,
eða u. þ. b. 16.500 kg. Þriðjung-
ur þeirrar framleiðslu var síðan
notaður á saumastofu fyrirtækis-
ins, en afgangurinn seldur á aðr-
ar saumastofur.
Hluta af árinu gengu prjóna-
vélarnar allan sólarhringinn og
unnu þá þrír menn á vöktum
við vélarnar.
í húsnæði, sem leigt er í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi, unnu
að jafnaði 18—20 konur, en í
sumar þegar mest var að gera,
var einnig saumað í húsnæði fyr-
irtækisins að Húnabraut 13. Þar
unnu 6—8 konur.
Heildarsala Pólarprjóns var
um 21 millj. króna.
Hlutafé var aukið úr 1.6 millj.
í 2.5 millj. króna. Hluthafar eru
nú 18.
Gott útlit er á að sala verði
áfram góð á ullarvörum, þó svo
að stórir samningar hafi ekki
enn litið dagsins ljós.
Á árinu var keypt prjónavél,
kembivél, gufupressa og nokkrar
saumavélar.
Baldur Valgeirsson.
FRÁ BRIDGEFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Sveitarkeppni félagsins hófst í
janúar með þátttöku 7 sveita.
Þrjár efstu sveitirnar voru:
1. Sveit Ara Hermannssonar, 98
stig.
2. Sveit Sveins Ellertssonar, 77
stig-
3. Sveit Sig. Kr. Jónssonar, 72
stig.
Að sveitakeppni lokinni fór
fram tvímenningsmót félagsins,