Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 4
SiGURJÓn BALDUR HAFSTEinSSOn OG HELGA LÁRA ÞORSTEinSDÓTTiR
4
Fyrsta greinin í ritinu byggir á erindi sem Ástráður Eysteinsson bók-
menntafræðingur flutti á alþjóðlegri safnaráðstefnu á vegum CECA/
iCOM sem haldin var hér á landi í október 2009. Í greininni beinir
Ástráður sjónum sínum út fyrir veggi safnastofnunarinnar og leikur sér að
hugtakinu „safn“ í víðum skilningi. Upplifun af safni er ekki endilega
bundin við að að ganga inn í safnbyggingu með gerðalegum veggjum og
sýningargripum innan í lokuðum glerkassa heldur getur hliðstæð upplifun
átt sér stað frammi fyrir bókmenntaverkum og stórborgum. „Þekking,
virðing, vald“ er yfirskrift greinar um virtúósann Ole Worm og Museum
Wormianum í Kaupmannahöfn eftir Valdimar Tryggva Hafstein þjóð-
fræðingur. Ole Worm var prófessor í Kaupmannahöfn á 17. öld og fyrsti
stórvirki safnari norðurlanda. Líf og starf Ole Worm veitir merkilega inn-
sýn í upphaf söfnunar og í þá deiglu er fyrstu söfnin í Evrópu voru að taka
á sig þekkjanlega mynd. Safn Ole Worm, bréfaskipti hans og ævistarf gefa
góða innsýn í hvernig hugmyndir Evrópumanna um þekkingu breyttust
við upphaf nútímans, hvernig þekkingar skyldi aflað, hvernig hún skyldi
sett fram og hvaða hlutverki hún gegndi í samfélaginu. Valdimar greinir
einnig frá tengslum Worm við Ísland sem eru áhugaverð. Loftur Atli
Eiríksson menningarfræðingur skrifar um menningarvæðingu viðskipta-
lífsins en greinin byggir á rannsókn sem fjallar um áhrif stefnu íslenskra
stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarstofnan á árunum 2002 til
2008. Í kjölfar einkavæðingar bankanna voru stórfyrirtæki hvött til að
styðja menningarstarfsemi og menningarstofnanir til að auka sértekjur
sínar, ekki síst með samstarfi við stórfyrirtæki. Afleiðingar þessarar stefnu
urðu þær að stórfyrirtæki áttu greiða leið að menningarstofnunum og gátu
valið að kosta ýmsa viðburði og sýningar í þeim tilgangi að bæta ímynd
sína og samþætta hana menningarlífi þjóðarinnar. Tinna Grétarsdóttir
mannfræðingur fjallar um í sinni grein hvernig menningarviðburður á
vegum íslenska ríkisins þjónaði sem umgjörð fyrir útrás íslenskra við-
skiptamanna. Greinin tekur fyrir afhjúpun höggmyndarinnar Fyrsta hvíta
móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara og reist var fyrir
utan eitt helsta þjóðarsafn Kanadamanna í Ottawa. Afhúpunin var hluti af
landkynningardagskrá Íslendinga í norður-Ameríku árið 2000. Í greininni
er fjallað um hvernig listaverk er glætt nýju lífi, merkingu og hlutverki
þegar það er fært milli staða og hvernig afhjúpun verksins í nýju landi hélst
í hendur við uppbyggingu ímyndapólitík Íslensku þjóðarinnar erlendis.
Grein Kötlu Kjartansdóttur þjóðfræðings fjallar um þær áskoranir sem