Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 45

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 45
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD 45 hafnar; teningunum er kastað, hvað sem örlögin kunna að geyma.“60 Worm var ekki einn um að kenna til í stormum sinnar tíðar, sem feyktu mörgum samtíðarmönnum út á þetta sama haf. Vöxtur fornfræðinnar hélst raunar í hendur við vaxandi áhuga á sögu ríkisins og náttúrunnar og við stofnanavæðingu móðurmálsins víðs vegar um Evrópu. Ein skýringin á þessum vexti er sú að leggja varð drög að nýrri heimsmynd í kjölfar siða- skipta og landafunda. Um leið tengdist þessi áhugi miðstýrðara stjórnarfari í ríkjum álfunnar, styrkari tökum konunga og þeirri réttlætingu valdsins sem samtvinnaði það sögunni, tungunni og fósturmoldinni. Það afrek sem mest jók við orðstír Ole Worm á meðal lærðra manna í Evrópu – jafnvel meir en safnið hans – er yfirlitsverk sem hann tók saman um rúnasteina í Danaríki og kom út 1643, Danicorum Monumentorum.61 Eins og titillinn gefur til kynna deilir verkið ástríðu endurreisnarinnar fyrir fornum minnisvörðum en heimfærir hana frá grískri og rómverskri fornöld til norrænna miðalda. Rúnasteinarnir voru áþreifanlegur vitnis- burður um sögu danska ríkisins og því kjörið viðfangsefni fyrir hinn nýja efnislega skilning. Worm gerði teiknara út af örkinni um allt konungsríkið til að gera nákvæma uppdrætti af minnisvörðunum og áletrunum þeirra. Meginefniviðurinn kom þó úr sóknarlýsingum sem ritaðar voru samkvæmt fyrirmælum konungs og sendar til kanslarans – æðsta embættismanns rík- isins og næstráðanda konungs. Þann 11. ágúst 1622 sendi kanslaraskrifstofan biskupum ríkisins bréf og fól þeim að safna saman sóknarlýsingum frá prestum síns biskupsdæmis ásamt skjölum sem gátu haft sögulegt gildi. Undir bréfið ritaði Kristján iV konungur (1577–1648), en bréfinu fylgdi ítarleg spurningaskrá. Spurningunum var raðað undir sex fyrirsagnir og leituðu upplýsinga um söguleg skjöl, merkisstaði ásamt munnmælum um uppruna þeirra, siði og tímatöl skráð með rúnaletri. Enn fremur voru prestar beðnir að skrá nákvæmlega staðsetningu allra rúnastafa í sókn þeirra og rissa þá upp.62 Christian Friis frá Kragerup (1581–1639) gegndi þá embætti kanslara, en frá embætti hans var spurningaskráin send og þangað bárust svörin. 60 „Qvæ tempestas me in altum illud Antiqvitatem abripuerit mare, nescio; portum non video. Alea jacta est, utut fors cecident“, Ole Worm, Olai Wormii et ad eum doctorum virorum epistolæ, i. bindi, bls. 50 (bréf 55); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, bls. 114. 61 Ole Worm, Danicorum monumentorum libri sex, Kaupmannahöfn: [útg. vantar], 1643. 62 Henrik Andreas Hens, Traditionsstof før 1817. En foreløbig rapport, óútgefin skýrsla fyrir Dansk Folkemindesamling, Kaupmannahöfn, 1972, bls. 11.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.