Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 53
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD 53 um, enda virtist Arngrímur ekki hafa neina trú á að Skjöld ungakvæði kæmu í leitirnar. Hann útskýrir í bréfi til Worm að sjálft orðið þyrfti ekki endilega að merkja skáldskap um konungsættir í Danaríki, eins og þeir Friis höfðu talið. Þess í stað telur hann líkur til að Skjöldungur sé í þessu samhengi heiti þar sem nafn eins konungs, Skjaldar, standi fyrir hvaða konung sem er. Arngrímur skýrir þannig fyrir Worm að Skjöld ungakvæði geti einfaldlega merkt kvæði um konunga. Þeir konungar sem kveðið væri um þyrftu ekki einu sinni að vera danskir.87 Þá hugmynd að til væri sérstök Skjöldungasaga sem segði frá Dana- konungum hefur Worm sjálfsagt fengið er hann las handrit sem Arngrímur sendi honum af Heimskringlu Snorra, en Worm lét prenta 1632.88 Yngl- ingasaga Heimskringlu getur um orustu á Vænis ísi þar sem Aðils konung- ur hafði sigur en Áli hinn upplenski féll, en bætir því við að „frá þessarri orrostu er langt sagt í Skjöldunga sögu, ok svá frá því, er Hrólfr kraki kom til Upsala til Aðils“.89 Þá hafa Worm og Friis dregið sínar ályktanir um efni Skjöldungasögu eftir lestur á Snorra-Eddu Ormsbókar, sem Arngrímur sendi þeim 1628.90 Þar segir m.a. af því er Óðinn setti syni sína til landa á norrænum slóðum, Skjöld á Jótlandi, Sæming í noregi og ýngva í Svíþjóð, en frá þeim eru komnar ættir Danakonunga („er Skjöldúngar heita“), noregskonunga og Svíakonunga („er ýnglingar eru kallaðir“).91 Ættir og sögur Svíakonunga eru raktar í Ynglingasögu og Ynglingatali. Aðrar bækur Heimskringlu greina ítarlega frá sögu noregs konunga. Fátt segir hins vegar af konungum Dana. Varla var því nema von að kanslarinn biði „með mikilli eftirvæntingu“ eftir Skjöldungasögu og Skjöldungakvæðum til að „gera þau öllum kunn og nýtileg“ líkt og Svíar voru þegar farnir að gera með Ynglingasögu og Ynglingatal. Til nokkurs var að vinna; að eign- 87 Ole Worm, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. 29, (bréf 15); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, bls. 268. 88 Í bréfi til Arngríms í maí 1632 lætur Worm þess getið að „… að mínu undirlagi er nú verið að prenta noregskonungasögu Snorra Sturlusonar og ég læt fylgja með allt sem prentarinn er búinn að klára ...“; „… mea cura sub prælo fervet Snorronis Sturlæ f. historia Regum norvagicorum, cujus qvantum perfecit typographus, tantum addo ...“, Ole Worm, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. 26, (bréf 13); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, bls. 260. 89 Heimskringla. Nóregs konunga sögur, ritstj. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn: G.E.C. Gads Forlag, 1911, i. bindi, bls. 23 (kafli 29). 90 Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and His Works, bls. 75. 91 Snorri Sturluson, Edda Snorra Sturlusonar, ritstj. Jón Sigurðsson og Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn: Legatus Arnamagnæani, 1848–1887, i. bindi, bls. 26– 28 (kafli 11).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.