Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 55

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 55
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD 55 bréfaskipti Arngríms og Worm sem hér hafa verið rakin hljóta því að vekja efasemdir um tilgátu Olriks og útgáfu Bjarna. Þrjátíu og sex árum eftir að hann á að hafa þýtt eða endursagt Skjöldungasögu á latínu þverneitar Arngrímur að hafa heyrt hennar getið. Sömu sögu er að segja um lærðustu samtíðarmenn Arngríms á Íslandi eins og Magnús Ólafsson í Laufási. Þeir voru þó þrábeðnir af mönnum sem þeir áttu allt sitt undir um að hafa upp á sögu eða kvæðum af Skjöldungum. Ef rétt er að draga í efa að Arngrímur hafi stuðst við Skjöldungasögu er hann ritaði ágrip sitt (látum liggja milli hluta hvort Skjöldungasaga hafi yfirleitt verið rituð) þá vaknar sú spurning hvort líta eigi á þá Skjöldungasögu sem Fornritafélagið gaf út 1982 í bún- ingi Bjarna Guðnasonar sem enn eina drápuna sem íslenskir menn hafa kveðið konungi sínum, að vísu í lausu máli í þetta sinn og fullum 38 árum eftir að konungssambandinu við Danmörk var slitið. Sögulegur metnaður Leitin mikla að dönskum hliðstæðum við Ynglingasögu og Ynglingatal segir sína sögu um þá menningarpólitík sem var drifkraftur söfnunar og fornfræða á norðurlöndum á nýöld. Worm gekk í fylkingarbrjósti fyrir dönskum fornfræðingum í átökunum við sænska kollega um forræði yfir fortíð norðurlandanna.97 Þeir öttu kappi um að rita sögu norrænna manna, skrá minnisvarða þeirra og nema fortíðina, rétt eins og menn námu ný lönd og álfur handan hafsins. Í húfi var hvorki meira né minna en sjónarhorn sögunnar og þar með hver yrði í sjóndepli hennar og hver út við sjónarrönd. Þetta kapp var liður í aldalöngum erjum dönsku og sænsku konungs- veldanna. Evrópusagan frá siðaskiptum og fram á fyrri hluta 18. aldar ein- kenndist af stöðugum milliríkjadeilum og lungann af þessum tíma voru Danmörk og Svíþjóð höfuðóvinir. Þau rufu sjö sinnum kalda stríðið með vopnuðum átökum sem stóðu samtals í 33 ár, frá því að það fyrsta hófst 1563 þar til að því síðasta lauk 1720. Þar af fór Kristján iV tvisvar í stríð við Svía og tapaði þá nokkrum löndum, völdum og virðingu. Veldi Svía færðist þar með í aukana og konungur þeirra tók stað Danakonungs sem helsti leiðtogi norðurlanda og sá sem evrópskir þjóðhöfðingjar litu mest til.98 97 Sbr. Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and His Works, bls. 50. 98 Göran Larsson, „Den onde nabo. Maktskiftet i östersjöområdet ur danskt per-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.