Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Qupperneq 56
VALDiMAR TR. HAFSTEin
56
Kaldari átökin í þessum grannakrytum snerust m.a. um menningu og
sögu norðurlanda. Þannig var það til marks um sögulegan metnað Svía að
þeir settu á stofn sérstakt embætti ríkisfornfræðings (s. Riksantikvarieämbetet)
árið 1630. Fyrsti ríkisfornfræðingurinn, Johannes Bure, ferðaðist um ríkið
og safnaði gömlum skjölum og handritum, mynt og rúnaáletrunum, en
hann hafði áður verið einkakennari Gústafs Adolfs ii Svíakonungs. Fimm
árum fyrr réði Gústaf Adolf ii til starfa hinn hollenska Johan van naarsen
(sem gekk líka undir nafninu Johannes narssius) sem hirðskáld, til að yrkja
sögu sína og Svíþjóðar.99 Í bréfi sem hann skrifaði Ole Worm þann 15.
febrúar 1629 bar van naarsen lof á rúnafræði hans, en bætti við að hann
gæti þó lært ýmislegt af Johannes Bure og bað Worm að gæta þess að telja
ekki með dönskum fornfræðum nokkuð sem væri sænskt: „ellegar munu
mikil átök hljótast af, þótt þau verði vinsamleg.“100 Aðalatriðið í þessu
sambandi er að mjög var á reiki um þetta leyti hver hinna fornu fræða,
minnisvarða og gripa gætu talist dönsk og hver sænsk, enda voru landa-
mæri ríkjanna á hreyfingu. Landnám fortíðarinnar og deilurnar um for-
ræði yfir henni voru því liður í pólitískum átökum. Sögulegur metnaður
ráðamanna sýnir að þeir vissu að spakmælin um að sigurvegararnir skrifi
söguna eru jafn sönn hvort sem þau eru sögð aftur á bak eða áfram: Þeir
sem ráða sögunni hafa forskot í baráttunni um framtíðina.
Að lokum
Wormssafn er að því leyti dæmigert fyrir fyrstu söfnin að þar má sjá saman
komin ýmis hreyfiöfl nýaldar: Tilurð nýrrar stéttar veraldlegra fræði-
manna, vaxandi völd konunga og útbreiðslu einveldisins, hernám nýja
heimsins og mótun heimsvaldastefnunnar og frækorn kapítalismans. Þar
fléttast saman þekking og vald með þeim hætti að annað verður ekki skilið
án tilvísunar til hins. Virðingarhugtakið sem safnararnir voru kenndir við
lýsir einmitt einingu valds og þekkingar á nýöld.
Líf og starf Ole Worm veitir merkilega innsýn í upphaf söfnunar og í
spektiv“, MareNostrum. Om Westfaliska freden och Östersjön som ett svenskt makt-
centrum, Stockholm: Riksarkivet, 1999, bls. 139–153.
99 Karen Skovgaard-Petersen, Historiography at the Court of Christian IV (1588–1648),
bls. 440.
100 „Cave aliqvid Danicis Antiqvitatibus tribuas, qvod Svedicum est; aut magna inter
nos orietur (amica tamen) contentio“, Ole Worm, Olai Wormii et ad eum doctorum
virorum epistolæ, i. bindi, bls. 396 (bréf 398); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm,
i. bindi, bls. 167.