Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 60

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 60
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn 60 lega opnuð í tengslum við málþing sem fram fór í tilefni 60 ára afmælis Byggðasafnsins í Skógum og færði það viðburðinum í senn fræðilega vigt og tengingu við marglofaðan menningararf Íslendinga. Meðal þátttakenda í Safnahelgi á Suðurlandi voru Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur en bæði fyrirtækin hafa lagt sig fram við að byggja upp sterk tengsl við söfn, sýningar og menningar- og listastarfsemi á síð- ustu árum. Þessi starfsemi er oftast fléttuð saman við upplýsinga- og fræðslustarf fyrirtækjanna sem vilja gera orkustöðvar sínar að viðurkennd- um áfangastöðum ferðamanna. Menningar- og listastofnanir njóta virð- ingar og trausts í samfélaginu og á síðustu árum hafa stórfyrirtæki á Íslandi sýnt samstarfi við þær aukinn áhuga með það að markmiði að bæta ímynd sína. Ég hef kallað þessa tilhneigingu „menningarvæðingu viðskiptalífsins“ en þessi grein er byggð á nokkrum þáttum úr rannsókn sem fjallar um áhrif stefnu íslenskra stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarmála á menningarstofnanir á árunum 2002–2008.5 Rannsóknargagna var aflað með opnum hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við stjórnendur eða millistjórnendur sex menningarstofnana og tveggja stórfyrirtækja. Stór- fyrirtækin sem ég beindi sérstaklega sjónum að voru Landsbanki Íslands og Landsvirkjun. Viðtöl við fulltrúa þeirra, Þorstein Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúa Landsvirkjunar, og Þórmund Jónatansson, deildarstjóra sam- félagsmála og viðburða hjá Landbanka Íslands, voru mikilvæg lýsandi gögn við úrvinnslu rannsóknarinnar. Þeir lögðu báðir áherslu á að kostun menningar og lista væru þýðingarmikill þáttur í samfélagsþátttöku Landsbankans og Landsvirkjunar en hugmyndin um svonefnda samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja naut talsverðrar hylli á tímabilinu 2002–2008 þótt skilgreining á hugtakinu væri nokkuð á reiki á Íslandi. Samkvæmt henni skuldbinda fyrirtæki sig til lengri tíma að koma fram af virðingu við samfé- lagið og umhverfið með starfsemi sinni.6 5 Rannsóknina vann ég við Háskólann á Bifröst á árunum 2008–2009 undir heitinu Viðskiptavæðing menningarlífsins og menningarvæðing viðskiptalífsins: Áhrif stefnu íslenskra stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarmála á menningarstofnanir á árunum 2002 til 2008. 6 Hulda Steingrímsdóttir, Translation of Corporate Social Responsibility (CSR), – Perceptions of Internationally Experienced Icelandic Managers of practices of CSR in the Icelandic Business Community, Gautaborg: Business School of Economics in Gothenburg, 2006, bls. 38–50.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.