Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 68
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn 68 Landsvirkjun er í takt við tíðarandann, en eins og hagfræðingurinn Roland Kushner bendir á hefur kostun á menningastarfi jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum sem þau eiga í viðskiptum við.29 Það getur því verið mikilvægt fyrir Landsvirkjun að hafa menningarlegt yfirbragð gagnvart erlendum viðskiptavinum sínum og kostun á viðburði á Tvíæringnum í Feneyjum staðfestir menningar- og samfélagslega vigt fyr- irtækisins. Steingrímur Eyfjörð var valinn fremstur íslenskra myndlistar- manna þetta ár og Landsvirkjun getur vart hafa fundið glæsilegri og virtari menningarviðburð til að eigna sér hlutdeild í með því að merkja hann fyr- irtækjamerki sínu. Verk Steingríms ríma jafnframt vel við þá kjarnaímynd sem Landsvirkjun reynir að skapa sér með endurtekinni vísan til menn- ingar, náttúru, hreinleika og þjóðernis. Landsvirkjun metur með reglulegum hætti þann árangur sem kostun fyrirtækisins á menningarviðburðum hefur og hluti þess er að vinna kann- anir um afstöðu og viðhorf almennings til fyrirtækisins. Með nokkrum rétti má halda því fram að starfsemi Landsvirkjunar sé karllæg (eins og hún birtist t.d. í beislun náttúruafla með þungavinnuvélum) og kemur það því ekki á óvart að í könnunum eru karlmenn yfirleitt miklu jákvæðari í garð fyrirtækisins en konur.30 Kannanir hafa leitt í ljós að Landsvirkjun er síst metin af vel menntuðum tekjulágum konum í Reykjavík en á móti eru þær í hópi mikilla menningar- og listaneytenda. Að mati forsvarsmanna fyrir- tækisins er sú vitneskja þýðingarmikil staðfesting á mikilvægi þess að hald- ið verði áfram stuðningi við söfn og listastarfsemi.31 Landsbankinn – ímynd og mörkun Einkavæðing Landsbanka Íslands og tilkoma Björgólfs Guðmundssonar í stól formanns bankaráðs Landsbankans markaði ákveðin tímamót í kostun stórfyrirtækja á menningarviðburðum hérlendis. Bankinn átti fyrir mynd- arlegt listaverkasafn og hafði stutt reglulega við stærri menningarviðburði líkt og Listahátíð í Reykjavík án þess að leggja sig sérstaklega fram við að vekja athygli á þeim stuðningi. Björgólfur kappkostaði hins vegar að 29 Roland Kushner, „Positive Rationales for Corporate Arts Support“, Art and Business: An International Perspective on Sponsorship, ritstj. Roseanne Martorella, Westport: Praeger Publishers, bls. 235–246, hér bls. 242–243. 30 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008. 31 Sama heimild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.