Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 69
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS
69
Landsbankinn léti til sín taka í stuðningi við sem flest svið menningarlífs-
ins og aðkoma bankans varð mjög áberandi í fjölmiðlum.
Björgólfur valdi það sjálfur sem formaður bankaráðs og stærsti
eigandi bankans [að vera svona áberandi]. Hann lagði ákveðna
línu í þessu og á meðan bankastjórn og framkvæmdastjórn sá
um rekstur fyrirtækisins þá hafði bankaráðið talsvert um sam-
félagsstuðning að segja. Hann lagði sín lóð á vogarskálarnar
bæði með stuðningnum og því að koma fram í eigin persónu.
Hann lagði ríka áherslu á það.32
Líkt og tíðkast hjá stórfyrirtækjum víða um heim33 hafði bankastjórn
Landsbankans frumkvæði að því að efla stuðning við menningu og listir og
var markaðsdeild bankans falið að móta og útfæra þá stefnu. Deildarstjóri
samfélagsmála og viðburða sagði í viðtali að bankinn hafi sett sér það
markmið að nýta „stuðninginn við menninguna sem samkeppnisforskot á
markaði á Íslandi. Að einhverju leyti tókst það og þetta var okkar „niche“
umfram aðra því að allir eru í ráðgjöf, sparnaði og að gera sitt besta í
keppni um verð, gæði og þjónustu.“34 Stuðningur við menningarmál var
markaðskimi í augum bankans þar sem hann sá tækifæri til að auka hlut-
deild sína á samkeppnismarkaði. Af orðum deildarstjórans má ráða að við-
fangið sem naut stuðningsins hafi ef til vill verið aukaatriði.
Samfélagslegur stuðningur og stefna Landsbankans í menningarmálum
veitti honum „ímyndarforskot“ á markaði.35 Ímynd byggir á huglægri
mynd, sem þarf ekki endilega að endurspegla raunmynd, af félagslegu fyr-
irbæri eins og fyrirtæki eða menningarstofnun. Líkt og önnur stórfyrirtæki
leitaðist Landsbankinn við að höfða til undirmeðvitundar, samvisku og
siðferðiskenndar fólks með virkri ímyndarhönnun í gegnum auglýsingar
og almannatengsl í markaðsstarfi sínu. Framan af lét Landsbankinn sér
nægja að auglýsa vörumerki sitt í hefðbundnum auglýsingamiðlum en með
32 Þórmundur Jónatansson, munnleg heimild, 17. desember 2008. Þórmundur var
deildarstjóri samfélagsmála og viðburða hjá Landsbanka Íslands á rannsóknar-
tímabilinu og hann óskaði eftir að fram kæmi að það sem eftir honum er haft á við
um Landsbankann fram að hruninu í október 2008. Þórmundur starfar nú sem
sérfræðingur í markaðsdeild hjá Landsbankanum nBi.
33 Michael Useem, „Corporate Philantrophy“, The Nonprofit Sector, ritstj. Walter W.
Powell, new Haven: Yale University Press, 1987, bls. 340–359, hér bls. 344–345.
34 Þórmundur Jónatansson, munnleg heimild, 17. desember 2008.
35 Sama heimild.