Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 78
78 LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn því að samkvæmt tillögu Portusar nam heildarbyggingarmagnið 80.000 fermetrum. Að sama skapi má ef til vill líta á tónlistarhúsið og ráðstefnu- miðstöðina sem Trójuhest fyrir Landsbankann, nýsi og Portus til yfirtöku á miðborg Reykjavíkur. Verk listamannsins heimsfræga, Ólafs Elíassonar, skipuðu mikilvægan þátt í vinningstillögunni með sterkum tilvísunum til náttúru Íslands. Þá tefldi Portus fram Vladimir Ashkenazy sem listrænum dagskrárráðgjafa við tónlistarhúsið fyrstu árin í tilboði sínu. 63 Á byggingareitnum norðan Geirsgötu hugðist Portus reisa viðskipta- miðstöðina World Trade Center Reykjavik sem var áætluð 16.000 fermetr- ar að stærð og yrði í eigu nýsis. Hugmyndin var að innangengt yrði á milli tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar, hótelsins og World Trade Center.64 nýjar höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa syðst á byggingareitnum næst Lækjartorgi en gert var ráð fyrir tveimur sam- tengdum byggingum. ný yfirbyggð göngugata, Reykjastræti, átti að tengja Lækjartorg og Laugaveg við Austurhafnarsvæðið og skapa einstætt versl- unarsvæði sem vera átti bæði innan og utan dyra. Loks var hugmyndin að tengja saman ímynd nýrra höfuðstöðva bankans við sögu og anda útibús hans í Austurstræti með kolateikningunum sem Kjarval gerði þegar hann undirbjó veggmyndirnar sem þar er að finna.65 Af framansögðu er ljóst að framkvæmdin hefði gjörbreytt borgarmyndinni og komið miklu umróti á alla starfsemi í borginni. Valdahlutföll hefðu raskast og Landsbankinn styrkt sig í sessi sem hjarta Reykjavíkur. Það er ef til vill ekki fjarri lagi að segja sem svo að tónlistarhúsið hafi verið líkt og ofvaxið auglýsingaskilti fyrir Landsbankann um leið og eig- endum hans var heimilt að nýta sér það eftir eigin hentugleikum. Húsið var sem gátt inn í framtíð Íslands og Landsbankans sem alþjóðlegrar fjár- málamiðstöðvar byggðrar á traustum grunni ímynda frumherja íslenskrar myndlistar og stórstjörnu alþjóðlegrar nútímalistar. Menningarvæðing viðskiptalífsins átti að ná áður óþekktri fullkomnun í borgarmyndinni við Austurhöfn. 63 „Bygging tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels: Portus Group með væn- legasta tilboðið“, Austurhöfn-TR, 21. september 2005. Vefslóð: http://www.austur- hofn.is/displayer.asp?cat_id=65. Sótt 23. júní 2009. 64 „Svæðið við Austurhöfnina“, Portusgroup (e.d.-a) Vefslóð: http://www.portusgro- up.is/verkefnid/wtc-rvk/. Sótt 23. júní 2009. 65 „Um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans“, Portusgroup (e.d.-b). Vefslóð: http:// www.portusgroup.is/verkefnid/hofudstodvarlb/. Sótt 23. júní 2009.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.