Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 78
78
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
því að samkvæmt tillögu Portusar nam heildarbyggingarmagnið 80.000
fermetrum. Að sama skapi má ef til vill líta á tónlistarhúsið og ráðstefnu-
miðstöðina sem Trójuhest fyrir Landsbankann, nýsi og Portus til yfirtöku
á miðborg Reykjavíkur. Verk listamannsins heimsfræga, Ólafs Elíassonar,
skipuðu mikilvægan þátt í vinningstillögunni með sterkum tilvísunum til
náttúru Íslands. Þá tefldi Portus fram Vladimir Ashkenazy sem listrænum
dagskrárráðgjafa við tónlistarhúsið fyrstu árin í tilboði sínu. 63
Á byggingareitnum norðan Geirsgötu hugðist Portus reisa viðskipta-
miðstöðina World Trade Center Reykjavik sem var áætluð 16.000 fermetr-
ar að stærð og yrði í eigu nýsis. Hugmyndin var að innangengt yrði á
milli tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar, hótelsins og World
Trade Center.64 nýjar höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa syðst
á byggingareitnum næst Lækjartorgi en gert var ráð fyrir tveimur sam-
tengdum byggingum. ný yfirbyggð göngugata, Reykjastræti, átti að tengja
Lækjartorg og Laugaveg við Austurhafnarsvæðið og skapa einstætt versl-
unarsvæði sem vera átti bæði innan og utan dyra. Loks var hugmyndin að
tengja saman ímynd nýrra höfuðstöðva bankans við sögu og anda útibús
hans í Austurstræti með kolateikningunum sem Kjarval gerði þegar hann
undirbjó veggmyndirnar sem þar er að finna.65 Af framansögðu er ljóst að
framkvæmdin hefði gjörbreytt borgarmyndinni og komið miklu umróti
á alla starfsemi í borginni. Valdahlutföll hefðu raskast og Landsbankinn
styrkt sig í sessi sem hjarta Reykjavíkur.
Það er ef til vill ekki fjarri lagi að segja sem svo að tónlistarhúsið hafi
verið líkt og ofvaxið auglýsingaskilti fyrir Landsbankann um leið og eig-
endum hans var heimilt að nýta sér það eftir eigin hentugleikum. Húsið
var sem gátt inn í framtíð Íslands og Landsbankans sem alþjóðlegrar fjár-
málamiðstöðvar byggðrar á traustum grunni ímynda frumherja íslenskrar
myndlistar og stórstjörnu alþjóðlegrar nútímalistar. Menningarvæðing
viðskiptalífsins átti að ná áður óþekktri fullkomnun í borgarmyndinni við
Austurhöfn.
63 „Bygging tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels: Portus Group með væn-
legasta tilboðið“, Austurhöfn-TR, 21. september 2005. Vefslóð: http://www.austur-
hofn.is/displayer.asp?cat_id=65. Sótt 23. júní 2009.
64 „Svæðið við Austurhöfnina“, Portusgroup (e.d.-a) Vefslóð: http://www.portusgro-
up.is/verkefnid/wtc-rvk/. Sótt 23. júní 2009.
65 „Um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans“, Portusgroup (e.d.-b). Vefslóð: http://
www.portusgroup.is/verkefnid/hofudstodvarlb/. Sótt 23. júní 2009.