Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 79

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 79
79 MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS Lokaorð Victoria D. Alexander gerði umfangsmikla rannsókn á áhrifum fjármögn- unar stórfyrirtækja á sýningar safna í Bandaríkjunum. Rannsóknin náði til 4.000 sýninga í fimmtán söfnum yfir tuttugu og fimm ára tímabil.66 Alexander komst meðal annars að því að stórfyrirtæki töldu hag sínum betur borgið með því að styrkja vinsælar og aðgengilegar sýningar fremur en fræðandi sýningar sem söfnin töldu nauðsynlegar til að framfylgja tilgangi sínum og viðhalda stöðu sinni í fræðasamfélaginu. Andstætt við álit margra gagnrýnenda styrkveitinga stórfyrirtækja við menningarstarf kom fram í rannsókninni að þó að vinsældir sýninga séu stórfyrirtækjum mikilvægar kæra þau sig ekki um að styrkja eitthvað sem talið er innantómt og einfalt. List þarf því að njóta löghelgunar til að tengsl hennar við fyrirtækið færi nafni þess og ímynd þann ljóma sem að er stefnt með fjárframlaginu.67 Samkvæmt Alexander hafa styrktaraðilar ákveðinn smekk, viðmið og styrktarstefnu (e. funding portfolio) sem endurspeglar oft smekk eða afstöðu stjórnarformanna fyrirtækjanna til góðgerðarmála. Hagur fyrirtækisins og stjórnarformannsins er í öndvegi en áhuginn oft minni á listinni sem slíkri. Hafi söfn fleiri en einn styrktaraðila eru markmið þeirra jafnvel í mótsögn hvert við annað og ganga gegn heilindum í sýningarstefnu (e. exhibition portfolio) safnanna. Fjármögnun sýninga hefur því ótvírætt áhrif á sýning- arstefnu safna og getur byggt undir eða unnið gegn kjarnastarfsemi þeirra.68 Í kjölfar hátíðarinnar „Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000“ og með einkavæðingu ríkisbankanna á árunum 2002–2003 varð breyting á afstöðu ríkisvaldsins til menningarmála á Íslandi.69 Stjórnvöld hvöttu stór- fyrirtæki til að styðja menningarstarfsemi og menningarstofnanir til að auka sértekjur sínar, ekki síst með samstarfi við stórfyrirtæki. Brotthvarf átti sér stað frá velferðarsjónarmiði norrænnar menningarstefnu og hefð- bundnir listrænir mælikvarðar töpuðu vægi sínu í mati stjórnvalda á frammistöðu menningarstofnana. Hugmyndafræði nýfrjálshyggju varð ríkjandi þar sem mælikvarðar almenns fyrirtækjareksturs voru teknir upp 66 Victoria D. Alexander, „Monet for Money? Museum Exhibitions and the Role of Corporate Sponsorship“, bls. 213–223. 67 Sama rit, bls. 215. 68 Sama rit, bls. 220. 69 Gestur Guðmundsson, „Cultural Policy in iceland“, The Nordic Cultural Model, ritstj. Peter Duelund, Copenhagen: nordic Cultural institue, 2003, bls. 113–145, hér bls. 130–132.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.