Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 83
83
tinna Grétarsdóttir
Á milli safna: útrás í (lista)verki
Á undanförnum árum hafa söfn í síauknum mæli lánað safnmuni og lista-
verk úr safneigninni auk þess að standa fyrir heilu sýningunum utan safns-
ins.1 Oftast er um að ræða, annars vegar sýningar eða safngripi sem er
lánað út og skilað „heim“ og hins vegar sýningagripi sem eru t.d. seldir,
gefnir eða skilað og öðlast þar með ný og varanleg heimkynni. Þessar til-
færslur helgast af stefnu hvers safns og svigrúmi innan siðareglna iCOM.2
Við þetta „flug úr hreiðrinu“ tekur oft við nýtt félags- og menningarlegt
samhengi þar sem áður gefin merking og umgjörð verksins/hlutarins
breytist eða hverfur.3 Hér er ætlunin að ræða um hið nýja „vaxtatímabil og
hið nýja samhengi“4 sem verk öðlast þegar þau eru færð staða á milli.
Fjallað verður um höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Fyrstu hvítu móðurina
í Ameríku, í eigu Listasafns Reykjavíkur en afsteypa af verkinu var sett upp
í Þjóðmenningarsafni Kanada (Canadian Museum of Civilization) árið
2000.5 Umfjöllunin tekur á því hvernig verkið Fyrsta hvíta móðirin í
Ameríku var glætt nýju lífi, merkingu og hlutverki í samanburði við stöðu
þess innan listasafnsins í Reykjavík. Ég skoða hvernig verkið gegnir mið-
1 Steven Dubin, Displays of Power: Memory and Amnesia in the American Museum,
new York: University Press, 1999; van Annette Den Bosch, „Museums: Con-
structing a public culture in the global age“, Third Text 1/2005, bls. 81–89.
2 „Siðareglur iCOM“, Íslandsdeild ICOM. Vefslóð: http://www.icom.is.
3 Ásmundur Ásmundsson, „LÍ-ALCOA-SÞ“, Viðskiptablaðið, 16. maí 2008, bls. 20.
4 Ásmundur Ásmundsson, „LÍ-ALCOA-SÞ“, bls. 20. Sjá einnig: Steven Dubin,
Displays of Power: Memory and Amnesia in the American Museum; Hafþór Yngv-
arsson, „The Cambridge Arts Council’s Conservation and Maintenance Program:
Overview“, Conservation and Maintenance of Contemporary Public Art, ritstj. Hafþór
Yngvarsson, Cambridge: Archetype Publication, 2002, bls. 79–81.
5 Þessi grein byggir á vettvangsrannsókn í Kanada og á Íslandi árið 2003 og á árun-
um 2005–2008. nöfn viðmælenda sem vitnað er í í þessari grein eru flest öll gervi-
nöfn.
Ritið 1/2010, bls. 83–104