Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 93
93 Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi 125 ár væru liðin frá því að forfeður þeirra settust að við Winnipeg-vatn í Manitoba. Íslenska landafundanefndin og Hátíðanefndin-125, sem var stofnuð fyrir hvatningu íslenskra stjórnvalda, störfuðu náið saman. Há - tíðanefndin-125 var mikilvæg í uppbyggingu tengslanets á milli Íslands og íslensk-kanadískra félaga víðsvegar í Kanada. Hátíðanefndin-125 var ekki síður mikilvæg fyrir íslensk stjórnvöld þar sem hún gat t.d. sótt um fjár- magn í kanadíska sjóði til að fjármagna hátíðahöldin. Formaður nefnd- arinnar var áðurnefndur David Gislason. Að sögn Davids mátti rekja hug- myndina um að færa að gjöf afsteypu af höggmynd Ásmundar, til heimsóknar hans til Íslands árið 1994 þegar hann tók þátt í þingi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga. Á meðan á heimsókninni stóð var David viðstadd- ur þegar afsteypa af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku var afhjúpuð í Glaumbæ í Skagafirði, af þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur. Íbúar Skagafjarðar höfðu meðal annarra leitað til afkomenda Vestur-Íslendinga um að þeir færðu Íslendingum þessa gjöf í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Söguhetjan Guðríður hefur sannarlega fengið sess í menn- ingartengdum ferðaiðnaði Skagafjarðar og laðar að ferðamenn, ekki síst fólk af íslenskum ættum úr Vesturheimi, eins og ég mun koma að síðar. Í viðtali mínu sagði David að hann hefði verið hrærður við athöfnina og orðið mjög heillaður af sögu Guðríðar. Hann lýsti því yfir í viðtali við Morgunblaðið að höggmyndin hefði mikla þýðingu fyrir Kanadabúa af íslenskum ættum, ekki síst vegna þess að: Saga hennar er svo máttug og tengir okkur svo vel saman, að mér finnst hún hljóti að vera sterkur þráður í örlögum íslensku þjóð- arinnar. Guðríður bjó með manni sínum um þriggja ára skeið í Kanada (Vínlandsgátan bls. 96). Þar fæddi hún Snorra, sem við Vestur-Íslendingar eignum okkur. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem fæðist í Kanada…. Svo undarlega vildi til að tvær afsteypur voru gerðar af „Fyrstu hvítu móður Ameríku“ eftir Ásmund Sveinsson (hin í Glaumbæ). Seinni styttan fer til Ottawa og verður gjöf íslensku þjóðarinnar til afkomenda Íslendinga vest- anhafs. Segðu svo að þetta sé ekki örlagaþrungið!45 45 Árni Sæberg, „Ísland þúsund ár á aldamótaári í Vesturheimi“, Morgunblaðið, 3. janúar 1999. Vefslóð: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=440732. Sótt 6. janúar 2002.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.