Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 96

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 96
96 TinnA GRÉTARSDÓTTiR heiðri Íslendinga og íslensk-kanadíska samfélagsins og viðstaddir voru for- sætisráðherra beggja landa og fjöldinn allur af gestum úr íslensk-kanadíska samfélaginu sem komu víðsvegar að. „Allir vita um Leif Eiríksson, börn eru ennþá skírð í höfuðið á honum, núna eigum við einnig Guðríði og Snorra. Þau eiga eftir að verða tákn fyrir marga Kanadabúa“ sagði Gladis Jonason mér árið 2003, en hún var viðstödd sem einn af fulltrúum íslensk- kanadíska samfélagsins þegar höggmyndin var afhjúpuð. Margir af þeim sem voru viðstaddir töldu Guðríði og Snorra koma í staðinn fyrir Leif Eiríksson. Einn lýsti upplifun sinni af athöfninni á þessa leið „Guðríður varð hetjan okkar, norðmenn gátu ekki stolið henni, hún var Íslendingur.“ En það var ekki síst „endurfæðing“ Snorra, „fyrsta evrópska barnsins“, í nýja heiminum sem var gerð að sérstöku hátíðarefni sem endurspeglast í því að gjarnan var vísað til athafnarinnar sem „Snorra hátíðar“ eða „Snorra dags“. Yfir þrjúhundruð skólabörn í nágrenninu höfðu fengið sérstaklega útbúið kennsluefni um landafundina í skólum sínum. Þeim var öllum boðið til athafnarinnar er höggmyndin var afhjúpuð sem afmælisgestum í 1000 ára afmæli Snorra. Sunginn var afmælissöngur Snorra og boðið upp á afmælisköku. „Endurfæðing“ Snorra í Vesturheimi birtist ekki eingöngu í tengslum við höggmyndina. Íslensk stjórnvöld höfðu forgöngu um það að stofna skiptinemaprógramm á milli landanna – Snorri’s program – og þeir Kanadabúar af íslenskum ættum sem hafa tekið þátt í þessu prógrammi eru gjarnan kallaðir „Snorrar“. „Snorri“ er því orðið eitt af mörgum íslenskum orðum sem hafa fest sig í sessi í íslensk-kanadíska samfélaginu. Í spjalli við fólk tók það oft fram að það væri Snorri – „i am a Snorri“ eða sagði frá því að svo og svo margir Snorrar væru í Íslendingafélaginu. Laurie, sem er félagi í íslensk-kanadíska félaginu í Edmonton í Alberta og ferðaðist alla leið til Ottawa til að vera viðstödd athöfnina, sagði við mig „að í dag veit fólk jafnmikið um Guðríði eins og það veit um Leif Eiríksson og Snorra- prógrammið gerði fólk einnig meðvitað um sögu hennar.“ Hún bætti því við að barnabarn hennar færi til Íslands á næstunni sem Snorri og hún ætlaði sér að hitta hana þar í lok prógrammsins og ferðast með henni um landið. Að lokum sagði hún: „Ég er mjög spennt yfir því að fjölskyldan er farin að hafa áhuga á Íslandi.“ Evelyn Olafson, sem býr í Manitoba, tók fram eins og svo margir að höggmyndin hafi vakið athygli á Guðríði og hvernig hennar saga tengdi fortíð og nútíð, Ísland og Kanada: Viking Millennium in America“, Vikings: The North Atlantic Saga, bls. 351–353, hér bls. 353.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.