Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 99

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 99
99 Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi Fyrir utan að sinna hátíðahöldunum vann hann gagngert að því að styrkja íslensk-kanadíska sjálfsmynd og byggja þverþjóðlegt tengslanet og hvetja fólk til að kynna sér Ísland og íslenska þjóð og ekki síst hraða framþróun á sviði viðskipta; nýta sér tækifærin sem liggja í nútímanum. Hugmyndir íslenska ríkisins um eflingu íslensk-kanadíska samfélagsins birtust t.d. í aðgerðaáætlun Svavars Gestssonar á aldamótaþingi Þjóðræknisfélagsins í Gimli: Við þurfum að minnsta kosti að hafa eitt Íslendingafélag í hverju héraði Kanada. Við þurfum einnig Íslendingafélög í allar stærri borgir … Við þurfum Íslendingafélag á nýfundnalandi, í nova Scotia og Prince Edward island … og í Ottawa… Endurskipulagning [íslensk-kanadíska samfélagsins] er … mik- ilvæg, ekki eingöngu fyrir ykkur heldur einnig í þágu Íslands. Þar sem íslenska utanríkisráðuneytið ákvað að hrinda af stað fjölda verkefna með myndarlegum styrkjum, er það mikilvægara núna en nokkru sinni fyrr að styrkja samskiptin.57 Framkvæmd þessara aðgerða var þá þegar í fullum gangi og gegndi högg- myndin þar þýðingarmiklu hlutverki. Upplifun margra og sú merking sem margir í íslensk-kanadíska samfélaginu lögðu í verkið fór út fyrir táknrænt gildi þess. Margir lýstu upplifun sinni á verkinu sem „töfraneista“ fyrir samfélagið og vísuðu í félagslegan verknað verksins með því að benda þá vakningu sem varð í íslensk-kanadíska samfélaginu þegar fólk tók höndum saman í skipulagningu og framkvæmd í tengslum við afhjúpun höggmynd- arinnar. Þannig „fangaði“ höggmyndin íslensk-kanadíska samfélagið, tengdi og sameinaði fólk til að skapa og viðhalda samfélaginu. Til að útskýra þennan töfraneista sem verkið kveikti sagði Paul Eyford mér: „Það var ekkert Íslendingafélag í Ottawa, ekkert einasta félag í höfuðborginni okkar“ en skyndilega fór fólk af íslensk-kanadískum ættum „að skjóta upp kollinum alls staðar“ og bjóða fram krafta sína í þágu íslensk-kanadíska samfélagins. Fólk af íslensk-kanadískum ættum var leitað uppi í símaskrám og til varð Íslendingafélagið „Vinir Íslands“. Forseti þess félags, Gerry Oddleifson, útmálar hvernig athöfnin hafi endurvakið og styrkt samfélagið með þeim lýsandi orðum að „Snorri kom okkur af stað og nú er okkur 57 Svavar Gestsson, „Celebration only begun“, Lögberg Heimskringla, 12. maí 2000, bls. 3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.