Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 107
107
MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
sem hengdar voru á víð og dreif um safnið. Annað sem vakti athygli og
töluverð viðbrögð, var manifesto sýningarinnar sem, að sögn sýningar-
stjóra, var unnið af miðli. Var því meðal annars ætlað að fanga andrúmsloft
mótmælanna:
Mótmælendur? Á Íslandi? nei, það getur ekki verið! Þeir sem
telja sig mótmælendur hljóta að vera misskilja eitthvað ástandið
í þessu landi. Hér er allt í himnalagi – eða það er verið að vinna
í því að laga það sem aflaga hefur farið. Fólk er bara að vinna
vinnuna sína s.s. eins og stjórnmálamenn, ráðherrar, starfs-
menn eftirlitsstofnana og aðrir. SKiLUR SKRÍLLinn EKKi
AÐ RÁÐHERRAR ÞURFA VinnUFRiÐ? [...] Íslendingur!
Komdu á þessa sýningu – þar sem fjölmargar raddir heyrast um
ástandið í landinu – og segðu skoðun þína með þeim hætti sem
þér þykir henta. nú ef ekki þá skaltu bara grjóthalda kjafti og
vera áfram þægur.6
Önnur sýning var sett upp í Þjóðarbókhlöðunni en hún gaf yfirlit yfir
kreppur fyrri ára og í kynningu hennar kom m.a. fram þetta:
Á sýningunni eru greinar og brot úr greinum úr dagblöðum og
tímaritum sem gefin voru út á kreppuárunum á fjórða áratug
síðustu aldar, ýmsar bækur og bæklingar og einnig persónu-
legir munir ungs manns sem reyndi að sjá fyrir sér, móður
sinni og systkinum í kreppunni með ýmsum ráðum og ekki
öllum löglegum. Í kreppunni urðu pólitískar andstæður mjög
skarpar og langt var á milli þeirra sem voru lengst til vinstri í
Kommúnistaflokki Íslands og þeirra sem voru lengst til hægri
og aðhylltust nasisma.2
Miðstöð munnlegrar sögu tók einnig kipp undir lok ársins 2008 og hóf
söfnun munnlegra heimilda um skoðanir og upplifanir fólks á þessum
tímum. Í tilkynningu um söfnunina segir meðal annars:
Þær hremmingar sem fólk og fyrirtæki eru nú að lenda í vegna
fjármálakreppunnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Miðstöð
6 Brot úr kynningarpósti sýningarinnar „Haltu kjafti og vertu þæg!“ sem sett var
upp í Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík árið 2009. Sýningarstjórar voru
þau Tinna Grétarsdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Sjá einnig vefsíðu
hennar: http://skodanasyning.blogspot.com/2009/01/blog-post.html.