Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 111
111
MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
til mannbætandi íhugunar, til eflingar einstaklingnum sem Íslendingi og
þá um leið sem manni og heimsborgara“.15
Í þessum örfáu línum er mikill þungi. Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar er
Kristjáni augljóslega enn hugleikin og hlutverk Þjóðminjasafnsins er ekki
lítið í hans huga. Raunar eru þessi orð mjög í ætt við síðari tíma kenningar
þeirra Benedict Anderson,16 Tony Bennett og Eileen Hooper-Greenhill
um hlutverk þjóðminjasafna sem, í anda Foucault, hafa skilgreint slík söfn
fyrst og fremst sem valdastofnanir. innan þeirra veggja hefur ríkisvaldið
fengið tækifæri til að setja fram ákveðna, og oft fegraða, sjálfsmynd og þar
með ímynd þjóðarinnar.17 Sá sjónræni texti sem þar er til staðar gegnir
með öðrum orðum veigamiklu hlutverki þegar kemur að hinni sífelldu
merkingarsköpun þjóðarinnar sem samheldinnar og mikilvægrar einingar.
Þannig hafa ríkissöfn, og þá ekki hvað síst þjóðminjasöfn, sett fram og um
leið mótað „þjóðina“ með margvíslegum sýningarframlögum sínum.
Flestar sýningar íslenskra minjasafna hafa t.d. verið með nokkuð hefð-
bundnu sniði þar sem íslenska þjóðin (sem órofa heild) er oftar en ekki sett
fram með nokkuð keimlíku sniði. Þæfðir vettlingar, askar, rokkar og sjó-
klæði – allt fær þetta sinn sess í sýningarkössum minjasafna um land allt og
áhorfandinn hlýtur að hugsa: Vá! Rosa einsleit þjóð sem hér hefur búið
um aldir.18
Hvað með umbrotin, sundrungina, fátæktina og depurðina? Tökum
áðurnefnt Minjasafn Reykjavíkur sem dæmi. Þar fá gestir að ganga inn í
horfinn heim. innan um og innan í gömlu húsunum sem eru frá seinni
hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar fáum við innsýn í líf formæðra og feðra.
innlendir og erlendir gestir fræðast um sögu þjóðarinnar með því að ganga
um svæðið, lesa á textaspjöld og hlýða jafnvel á leiðsögn uppáklæddra
stúlkna.19 Á tilteknum sérsýningum er einstaka tímabilum einnig gerð skil.
15 Sama rit.
16 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the origin and spread of
Nationalism, London: Verso, 1983.
17 Sama rit; Michel Foucault, Discipline and Punish: The Birth of the Prison, þýð. A.
Sheridan, London: Allen Lane, 1977; Michel Foucault, Power/Knowledge. Selected
Interviews and oher Writings, 1972–1977, new York: Pantheon, 1980; Eilean
Hooper-Greenhill, The Educational Role of the Museum; Eilean Hooper-Greenhill,
Museums and the Interpretation of Visual Culture; Tony Bennett, The Birth of the
Museum.
18 Sjá grein Guðna Elíssonar, „Frægðin hefur ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og
Þjóðminjasafnið“, Ritið, 2/2004, Reykjavík.
19 Og stöku drengja!