Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Qupperneq 112
112
KATLA KJARTAnSDÓTTiR
Hippar og pönkarar hafa á þeim sýningum verið settir á stall og svo fá jólin
einnig sinn árlega sess ásamt gömlum leikföngum. Allt er þetta prýðilegt
en ein spurning hlýtur þó að vakna: Hver er tilgangurinn? Samkvæmt
heimasíðu er leiðarljós Minjasafns Reykjavíkur einkum þetta:
Minjasafn Reykjavíkur safnar, varðveitir og rannsakar menn-
ingarminjar í Reykjavík og miðlar þekkingu um sögu og lífskjör
íbúa í Reykjavík frá upphafi byggðar til nútímans. Starf safnsins
miðar að því að glæða áhuga, skilning og virðingu fyrir sögu
Reykjavíkur og að tryggja að allir hafi aðgang að menningararfi
höfuðborgarinnar.20
Merkingarmótun þjóðernislegra sjálfsmynda og ímynda kemur á ný í hug-
ann. Ég nefndi áður valdið sem hnýtt er inn í starfsemi opinberra menn-
ingar- og minjasafna. Valdið sem hér um ræðir birtist einkum í framsetn-
ingarforminu. Í fyrsta lagi þurfa gestir að borga vissan aðgangseyri og
fylgja síðan eftir reglum safnsins: fara eftir ákveðnum stígum eða sérmerkt-
um leiðum, ekki borða mat (nema á vissum stöðum), ganga hljóðlega um
og ekki snerta munina! Með þessu fylgjast svo einkennisklæddir safnverðir,
ábúðarfullir á svip. Vald stofnunarinnar er því alltumlykjandi frá upphafi
til enda. Í þessu samhengi má einnig nefna framsetningu „sannleikans“ – á
söfnum eiga gestir ekki að efast um þær staðreyndir sem þar eru fram settar.
Möguleikar til túlkana eða ályktana eru þar ekki á hverju strái: svona VAR
það.
Eins og áður sagði hafa frömuðir á sviði menningar- og safnafræða
margir bent á hið alltumlykjandi vald safna og annarra ríkisstofnana.21
Velþekktar eru einnig kenningar innan þjóðernisfræða (e. nationalism
studies) sem fjalla um „sameiginlega minningarstaði“ (e. sites of memory)
þjóða.22 Slíkir staðir eru jafnan þrungnir þjóðernislegri merkingu og eiga
20 „Leiðarljós Minjasafns Reykjavíkur“, Minjasafn Reykjavíkur. Vefslóð: http://
minjasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-1782/. Sótt 15. febrúar 2010.
21 Michel Foucault, Discipline and Punish; Michel Foucault, Power/Knowledge; Con-
temporary Cultures of Display, ritstj. Emma Barker, London: Yale University Press,
1999; Thinking About Exhibitions, ritstj. Reesa Greenberg, Bruce Ferguson og
Sandy nairne, London: Routledge, 1996; Daniel J. Sherman og irit Rogoff,
Museum and Culture: Histories, Discourses, Spectacles, London: Routledge, 1994;
Peter Vergo, The New Museology, London: Reaktion Books, 1989.
22 Sjá t.d. Pierre nora, Realms of Memory.Vol. 1. Conflicts and Divisions, new York:
Columbia University Press, 1996; On Collective Memory, ritstj. Maurice Halbwach,
Chicago, London: University of Chicago Press, 1983, bls. 52–53.