Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 116

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 116
116 vang þar sem persónulegar minningar/frásagnir fólks mæta hinum sjón- ræna texta stofnunarinnar og úr verður ný sameiginleg merking. Um langt skeið hefur fræðileg umræða um ímyndir og sjálfsmyndir þjóða verið með svipuðu sniði. Lengi vel var lögð áhersla á að merkingar- mótun þjóðernislegra sjálfsmynda kæmi fyrst og fremst að ofan: frá t.d. ríkinu og stofnunum þess (eða tiltekinni menningarelítu) og við henni tæki síðan „alþýðan“ jafnvel án þess að tyggja eða melta.31 Eins og fram hefur komið hér hafa ýmsir fræðimenn á sviði þjóðernis-, menningar- og safn- afræða bent á mikilvægi menningar- og minjasafna þegar kemur að slíkri sköpun. Í gegnum tíðina hafa opinber söfn átt sinn þátt í að skapa og við- halda ákveðinni heimsmynd og valdaformgerð. Karlmenn sögunnar hafa þar verið settir á stall, hersigrar hafa þar verið mærðir og minnihlutahópar hafa margir hverjir ekki átt þar upp á pallborðið. Ímynd þjóða var þar með öðrum orðum iðulega sett fram sem mikilfengleg, átakalaus og jákvæð – með sérstaka áherslu á hina glæstu fortíð. Á síðustu árum og áratugum hefur þó orðið töluverð umræða og jafn- vel komið fram gagnrýni á þá upphöfnu mynd sem svo oft mátti finna, og má enn finna, á slíkum söfnum. Hinar ýmsu kenningar innan eftirlendu- fræða (e. post-colonial studies) hafa m.a. lagt áherslu á þetta og bent á hinu skekktu framsetningu á hinum ýmsu fyrrum nýlenduþjóðum þar sem megin áherslan hefur fremur verið lögð á að mæra herraþjóðirnar og undir- strika vald þeirra.32 Í þessu sambandi er t.d. áhugavert hvernig fyrrum nýlenduþjóð, Íslendingar, gerðu kröfu um að fá „handritin heim“ og hvernig þau hafa nú fengið hátíðlegan sess í tilkomumikilli sýningu í Þjóðmenningarhúsinu. Ekki má gleyma því að um leið og hlutur hefur verið settur inn á safn er hann þar með orðinn hluti af tilteknu menningar- legu samhengi og fær um leið nýja merkingu. Hönnuðir sýninga hafa með þessum hætti töluvert vald á sinni hendi þegar þeir velja hinum ýmsu munum og minjum stað innan sýninga. Hvað er sett í forgrunn? Hvað fær að mæta afgangi? Hvað fær að hvíla í geymslu? Allt skiptir þetta máli þegar 31 Sjá t.d. Benedict Anderson, Imagined Communities; John Hutchinson, Modern Nationalism, London: Fontana Press, 1994; Anthony Smith, National Identity, London: Penguin Books, 1991; Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur: þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 26–27. 32 Jeannette Greenfield, The Return of Cultural Tresures, London: Cambridge University Press, 1989, bls. 106; Susan Sleeper-Smith, Contesting Knowledge: Museums and Indigenous Perspectives, Lincoln og London: University of nebraska Press, 2009. KATLA KJARTAnSDÓTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.