Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 117

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 117
117 kemur síðar að áhorfandanum að móta nýja merkingu og lesa í tákn sýn- ingarinnar. Jaðarhópar, nýlenduþjóðir, fátæklingar, samkynhneigðir, konur og börn hafa í auknum mæli kallað eftir rými í starfsemi safna og viljað fá sinn sess í sýningum þeirra. Í fljótu bragði má segja að Þjóðminjasafni Íslands hafi tekist vel til við að rétta hlut slíkra hópa við val á ljósmyndasýningum undanfarin ár – það er að segja eftir að safnið var opnað 2004 eftir endur- bætur.33 Í þessu sambandi má nefna ljósmyndasýningu Mary Ellen Mark Undrabörn og nýlega sýningu undir stjórn Sigrúnar Sigurðardóttir er bar heitið: Þrælkun, þroski, þrá og fjallaði um íslenska barnamenningu/-þrælk- un fyrri alda. Þarna tekst safnið á við viðkvæm jaðarmálefni samtímans og fortíðar. Einnig vil ég nefna ljósmyndasýninguna Rætur rúntsins árið 2006 en þar birtist áhorfendum eitt (jaðar)menningarfyrirbæri þjóðarinnar, sem velþekkt er en hefur ekki áður verið fært til sýningar á safni. Hvað hið almenna sýningarrými Þjóðminjasafnsins varðar er því miður ekki hægt að vera jafn jákvæður. Ég hef áður fjallað um nýju sýninguna sem ég gagnrýndi m.a. fyrir léttvæga framsetningu á mikilvægu hlutverki hinna fjölmörgu innflytjenda sem tekið hafa þátt í mótun íslensks sam- félags á síðustu árum og áratugum.34 Tuttugustu og fyrstu öldinni er raun- ar gerð fremur daufleg skil á sýningunni í samanburði við fyrri aldir með ýmsum velvöldum munum á færibandi ásamt nokkrum rúllandi skjámynd- um. Að mínu mati steig safnið, þ.e. þeir sem að sýningunni stóðu, ákveðið feilspor þarna. Í hinum fyrrnefnda póstmóderníska anda hefði farið vel á því að safnið endurskoðaði enn betur úreltar hugmyndir um þjóðina og sjálfsmynd hennar. Eins og bent hefur verið á hér var hlutverk þjóðminja- safna nefnilega lengi vel fólgið í nákvæmlega þessu: að sýna og þá um leið treysta einingarbandið innan þjóðríkja. Víða hefur verið fjallað um þetta og þekktur er hinn mikilvægi liður í slíkri sjálfsmynda- og ímyndasmíð (smá)þjóða að skapa sér glæsta og merkilega fortíð, helst gullöld, sem hægt er að horfa aftur til og byggja á glæsta, merkilega og sýningarbæra fram- 33 Elisabeth ida Ward, „The Rhetorical Challenge of the Everyday Object: ‘Þjóð verða til’ at the national Museum of iceland“, Nordisk Museologi, 1/2009, bls. 5–15. 34 Katla Kjartansdóttir, „Þjóðminjasöfn og mótun þjóðernismyndar“, Saga, 1/2005, bls. 168–174; Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram, „Renegotiating identity in the national Museum of iceland“, Scandinavian Museums and Cultural Diversity, ritstj. Katherine Goodnow og Haci Akman, Paris: UnESCO, 2008. MÓTMÆLASTREnGUR Í ÞJÓÐARBRJÓSTinU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.