Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 120

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 120
120 KATLA KJARTAnSDÓTTiR Niðurlag „Fortíðin er framandi land“ hélt Lowenthal réttilega fram.39 En fortíðin er líka áhugaverð vegna þess að hún er óljós. Við vitum í raun og veru alls ekki hvernig eitt eða neitt var í raun og veru. Menningar- og minjasöfn geta eingöngu leitast við að varpa ljósi á hina þokukenndu fortíð með heimildirnar og ekki hvað síst ímyndaraflið að vopni. Samtíminn og fram- tíðin hlýtur samt að vera það sem mestu máli skiptir. Það er vandasamt verk að setja fortíð þjóðar fram á sýningu. Pólitískt umrót má ekki hverfa í óminnishafið, svo að ekki sé talað um efnahagslegt/menningarlegt hrun. Velþekkt er að sameiginlegar minningar þjóða skapa grundvöll fyrir sjálfs- mynd þeirra – það sem fellur á milli þilja gerir það líka. Í þessari grein hefur fyrst og fremst verið fjallað um samfélagslegt, pólitískt og siðferðilegt hlutverk menningar- og minjasafna. Sérstaklega var sjónum beint að íslenskum samtíma eftir hið svokallaða efnahagshrun sem ætla má að hafi að einhverju leyti verið menningarlegt líka. Líkt og aðrar stofnanir samfélagsins hljóta íslensk menningar- og minjasöfn að standa frammi fyrir nokkrum mikilvægum spurningum á slíkum tímamót- um: Höfum við sinnt nægilega vel hlutverki okkar og skyldum? Hvert er í raun og veru hlutverk okkar? Hvert skal stefna? Hér hefur einnig verið leitast við að setja íslenskt safnaumhverfi í sam- hengi við nýlegar kenningar innan safnafræða. Þar hefur áhersla einkum verið lögð á pólitískt/samfélagslegt hlutverk menningar- og minjasafna og öfluga þátttöku sýningargesta sem með virkum hætti er ætlað að takast á við brýn, viðkvæm og jafnvel hápólitísk málefni samtímans. Þá hafa áður- nefndar kenningar á sviði safnafræða einnig lagt áherslu á mikilvægi þess að sem flestir strengir „þjóðarbrjóstsins“ fái að óma innan þeirra veggja og fjölbreytni menningarinnar fái þar bæði að blómstra og dafna. 39 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country, Cambridge: Cambridge University Press, 1985.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.