Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 145

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 145
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR 145 umfjöllun um íslenskt safnastarf má finna áhersluþætti sem viðhalda þessu kerfi á þann hátt að forsendur fræðslu séu safnanna og sýninganna, en ekki safngestanna. Í tímariti Félags íslenskra safnmanna frá 1989 fjallar Bryndís Sverrisdóttir um safnkennslu og segir: „Með safnkennslu er átt við skipu- lagðar heimsóknir skólanema á söfn, þar sem tekið er á móti nemendum og safngripir útskýrðir fyrir þeim, eða þeir fá í hendur ákveðin verkefni til að vinna meðan á heimsókninni stendur“.51 Í umfjöllun um söfn og hlut- verk þeirra 1997 sagði Lilja Árnadóttir: „Kynning og fræðsla er veigamik- ill þáttur starfseminnar […]. Á þessu sviði eru viðfangsefnin ærin og hér þarf að kanna hvort færar nýjar leiðir finnast til að geta aukið notkun safn- anna í kennslu jafnframt því sem söfnin þyrftu að geta haft á boðstólum kennslu og upplýsingaefni sem samið er á forsendum safnanna sjálfra og sýninganna“.52 Ef einungis er unnið út frá forsendum safna og sýninga er hætt við því að fagið safnfræðsla staðni og verði einungis þjónusta. Þjónusta krefst lið- legheita en ekki faglegrar nálgunar í kennslufræði eins og að taka mið af þroska eða áhuga safngesta. Safnfræðsla felst í fleiru en að miðla upplýs- ingum með ríkri þjónustulund. Leiðsögn og fræðsla á safni þarf að taka mið af þeim sem hennar njóta og þarf að miðast við það sem fyrir augu ber svo að safngestir verði ekki einungis þöglir áheyrendur eða viðtakendur heldur einnig virkir þátttakendur í mótun eigin þekkingar. Valfrelsi Safni hefur verið lýst sem stofnun opinni almenningi sem ætluð er til pers- ónulegs þroska og þekkingar og þá í ljósi þess að þar ríkir valfrelsi.53 Valfrelsi (e. free-choice learning) er kennslumódel sem felst í því að safngest- ur tekur sjálfstæða ákvörðun um hvað vekur áhuga hans og löngun til að skoða betur í stað þess að fylgja fyrir fram ákveðnu ferli líkt og að læra af námsbók þar sem fróðleikur er útskýrður. Safnrannsóknir um háttalag fólks á safni hafa yfirleitt miðast við að kanna hvað safngestur lærir að heimsókn lokinni í stað þess að kanna eða spyrja: „Hvernig getur safnið, 51 Bryndís Sverrisdóttir, „Um safnkennslu“, bls. 56. 52 Lilja Árnadóttir, „Hafa söfnin rækt hlutverk sitt?“, Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit II, ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Sagnfræðingafélag Íslands, 1998, bls. 88–93, hér bls. 91–92. 53 John Falk og Lynn Dierking, Learning from Museums, Walnut Creek: Rowman & Littlefield, 2000, bls. xii.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.