Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 149

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 149
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR 149 um, lið fyrir lið, og hins vegar á virkan hátt. Þessa kenningarása setur Hein saman til að útskýra stöðu hugsmíðahyggju.62 Hein telur fræðslustefnu safna nauðsynlega því að án hennar vanti allar skilgreiningar og tilgang í fræðsluna. Mikilvægt er að fræðslustefna safna sé meðvituð – annars er hætta á misvísandi skilaboðum sem gera safngest- um erfiðara fyrir og minnka líkur á að reynslan verði góð eða upplifunin varanleg. Allt umhverfi safna er hluti af fræðslustefnu safns; allt frá bygg- ingu, merkingum og framkomu starfsfólks. Hún verður að vera bæði af þekkingarfræðilegum og kennslufræðilegum toga.63 Ómeðvitaðri fræðslu- stefnu safna líkir Hein við ómeðvitaða foreldra sem senda misvísandi skilaboð til barna sinna. Fyrir hverja er safnfræðsla? Skólahópar, ferðamenn og fjölskyldur eru þrír grunnhópar safngesta er þiggja eða nýta sér safnfræðslu. Kennslufræðilegur grunnur safnfræðslu er oftar en ekki tengdur leiðsögn skólahópa þar sem safnkennari skipuleggur heimsóknir nemenda allra skólastiga í samvinnu við kennara.64 Leiðsögn eða móttaka ferðamanna er einnig mikilvægur liður í fræðslustarfi safna.65 Fræðsla ætluð fjölskyldum á söfnum stendur til boða að einhverju leyti í söfnum landsins en hefur lítið verið rannsökuð fyrir utan rannsóknina Góðar stundir: Safnfræðsla og fjölskyldur sem undirrituð framkvæmdi 2005– 2007 og þessi grein byggir að hluta til á. Rannsóknin var viðamikil vett- vangsathugun er tók til 25 safnaheimsókna í tveimur lotum. Fylgst var með þremur fjölskyldum með börn á aldrinum átta til tíu ára heimsækja fimm söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Safnaheimsóknir voru skráðar myndrænt og með óformlegum samtölum. Í fyrri heimsóknalotu fóru þátttakendur á fimm söfn: Flugsafn Íslands, iðnaðarsafnið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri og Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit. Í seinni lotu fengu þátttakendur að velja tvö af söfnunum sem áður voru heimsótt og fengu þá með sér frumgerð af svokölluðu safn- abelti sérstaklega samansettu fyrir rannsóknina. Safnabeltið innihélt valin námsverkfæri, þ. á m. 16 spjalda safnastokk sem eitt af námsverkfærum 62 Sama rit, bls. 25. 63 Sama rit, bls. 15. 64 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003–2008, Reykjavík: Menntamála- ráðuneytið, 2003, bls. 26. 65 Guðbrandur Benediktsson, Museums and tourism: Stakeholders, resource and sustai- nable development, óbirt meistaraprófsritgerð: Gautarborgarháskóli, 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.