Skírnir - 01.01.1968, Page 10
8
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
leikritunar að þakka - eins og sögustíll Gamanbréfsins er upprunn-
inn í skopi skólapilta og Hafnarstúdenta.
En það er ekki nóg með að Jón Thoroddsen sé eiginlegur upp-
hafsmaður skáldsagnagerðar á íslenzku: hann er einasti skáldsögu-
höfundur okkar sem verk hans eru með vissu orðin klassísk, og
engin líkindi til að mat og skilningur sagnanna taki neinum veru-
legum breytingum úr þessu. Eru sögur hans hafðar í öðrum eins
hávegum og kvæði þjóðskáldanna frá 19du öld? Minnsta kosti verð-
skulda þær slíkt mat því að þar hefur öldin eignazt varanlegan
samastað, klassísk óskmynd íslenzkrar sveitar, hins ódauðlega
bændasamfélags sem hefur orðið og er enn í dag afdrifarík í ís-
lenzkum bókmenntum og menningarskoðun. Þetta sögusvið hefur
verið fært út síðan, aftur og fram í tímanum, en það er í eðli sínu
hið sama samfélag sem lýst er hvort sem sögur gerast á tíundu
öld eða tuttugustu, og fyrstu landamerki þess eru dregin og helztu
einkennum lýst í skáldsögum Jóns Thoroddsen. Með þeim hefst sú
hefð skáldsagnagerðar sem hámarki og fullkomnun nær með skáld
sögum Halldórs Laxness á fjórða og fimmta áratug þessarar aldar,
rétt hundrað ára þróun. Sveitin er svið þessara sagna, hin sama
sveit þó hún breyti inntaki og merkingu með breyttum tímum, og
útkjálkar sveitarinnar í uppvaxandi sjávarþorpum þar sem saman
lýstur danska valdinu og kaupmannavaldinu og síðast sjálfu auð-
valdinu í þorpssögum Halldórs Laxness og íslenzkri alþýðu, bænd-
um og verkalýð. Það má bollaleggja hvernig farið hefði, þó lík-
lega hafi það dæmi verið óhugsandi, ef fyrsti markverði skáld-
sagnahöfundur á íslenzku hefði verið uppvaxinn í hálfdanskri
Reykjavík aldarinnar sem leið og skrifað um hana. En Reykjavík
er seint lýst í skáldsögum og varla til neinnar hlítar enn í dag og
sams konar tortryggni, gagnrýni og hjá Jóni Thoroddsen gætir
löngum í lýsingunni. Þegar hefst horgaraleg samtíðarlýsing með
sögum Einars Kvaran verður hún strax yfirvarp sálfræðilegrar,
eða öllu heldur andlegrar umræðu og málflutnings, og heimspeki-
legrar rökræðu til að mynda í Reykj avíkursögum Gunnars Gunn-
arssonar, Vargi í véum og Sælir eru einfaldir. Gunnar finnur sjálf-
an sig, sitt rétta hlutskipti fyrst þegar hann ratar heim aftur til
eigin æsku, með Fjallkirkjunni, í hugblænum af Jónasarljóðum og
Pilti og stúlku - lék ég mér þá að stráum.