Skírnir - 01.01.1968, Side 14
SVERRIRHÓLMARSSON
Af dulu draumahaíi
Snorri Hjartarson: Kvæði 19441
I.
Snorri Hjartarson er hlédrægur maður og hefur lítt látið á sér
bera á opinberum vettvangi, þegar frá eru talin bókmenntaverk hans.
Hann hefur farið stillt og hljótt, eins og hann sjálfur kemst að orði.
Ævi hans hefur verið viðburðafá hið ytra; af ljóðum hans má hins
vegar ráða, að hann hafi lifað ríkulegra innra lífi en flestir aðrir.
En hann hefur aldrei tranað sér fram, og um hann hefur alltaf
verið furðulega hljótt, einkum þegar haft er í huga, að hann er tví-
mælalaust eitt af albeztu núlifandi skáldum á íslandi.
Snorri Hjartarson er fæddur árið 1906 að Hvanneyri í Borgar-
firði, sonur Hjartar Snorrasonar alþingismanns og konu hans, Ragn-
heiðar Torfadóttur. Heilsuleysi varnaði því, að hann gengi mennta-
veginn. Hann hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1925,
en varð að hverfa frá því námi. Snemma tók Snorri að fást við
skáldskap, og fyrstu kvæði hans birtust á prenti í Eimreiðinni árið
1930 undir fyrirsögninni Þrjú kvœði. Kvæði þessi eru að vísu ekki
ólaglega gerð, en gefa þó engin sérstök fyrirheit. Þau sverja sig í
ætt nýrómantísku skáldanna, og sá frumleiki í myndum og formi,
sem einkennir fyrstu bók Snorra, er hér hvergi sjáanlegur. Þó er
eftirtektarvert, að tvö þessara kvæða eru sonnettur, en það form
varð síðar eftirlætisbragarháttur hans. I einu kvæðanna, sem ber
nafnið Sonnetta, kemur fram hin ríka náttúrudýrkun og fegurðar-
þrá, sem einkennir síðari kvæði Snorra:
Nú grúfa bólstrar yfir öllum tindum,
og úðarigning brynnir þyrstum grundum,
um fjöllin strýkur morgunlj óminn mundum
og myrkblá skýin bryddir rauðum lindum.
1 RitgerS þessi er samin til B.A.-prófs í íslenzku við Háskóla íslands vorið
1967. Hún birtist hér lítið eitt stytt en að öðru leyti óbreytt, og má vera að
hún beri þessa uppruna síns einhver merki.