Skírnir - 01.01.1968, Síða 15
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
13
Slík undradýrð! í öllum þínum myndum
ég ann þér, fagra jörð, með hrjóstri og lundum,
j afnt þegar lj ómar sólskin yfir sundum
og sortabylur hvín með tryltum vindum.
Því alt er dýrðleg, einstæð furðusmíð,
hver alda á sæ, hvert blóm í fjallahlíð,
hver grettur steinn, hvert glit í augans djúpi.
Og andans beztu ástargjöf hlaut sá,
er allrar veru furðudýrð má sj á,
sem dulin er af dægurvanans hjúpi.
Það má segja, að þessi trúarjátning sé til staðar í mestöllum síð-
ari kveðskap Snorra, en þar er hún hvergi sögð beinum orðum, held-
ur liggur að baki kvæðunum.
Arið 1931 birtir Snorri tvö kvæði í Iðunni. Þau bera flest ein-
kenni kvæðanna í Eimreiðinni, festuleysi þeirra gefur til kynna, að
skáldið hefur enn ekki fundið rödd sína. Annað þessara kvæða
nefnist Haust/cvöld:
Máninn situr á svörtum klettum,
silfrar döggina á bláum sléttum.
Flj ótið streymir sem fé úr réttum.
Strjálar bæjanna stjörnur glitra.
Strengir lækjanna klökkir sitra.
Inst í sál mér þeir endurtitra . . .
Gaman er að bera síðustu tvær línur þessa kvæðis saman við
línur, sem bera svipaða hugmynd í kvæðinu A heiðinni:
lindir, mín æðaslög
dul og heimaleg
draumlög.
Þessi fimm kvæði munu vera allt og sumt, sem opinberlega birt-
ist af æskuskáldskap Snorra. Hann sagði skilið við ljóðagerð um
sinn og hélt til Noregs haustið 1931. I Osló var hann við nám í mál-
aralist í rúmt ár, en sneri sér þá að ritstörfum. Árangur þeirra kom