Skírnir - 01.01.1968, Page 16
14
SVERRIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
í ljós áriS 1934, er út kom skáldsaga hans á norsku, Hfiit flyver
ravnen. Hún fjallar um ungan íslenzkan málara í Osló. Hann er
haldinn sterkri sköpunarþrá, en jafnframt mikilli ófullnægju. Hann
gerir sér Ijóst, að eitthvaS vantar í myndir hans og ákveSur aS snúa
aftur til heimkynna sinna og byrja á nýjan leik, leita nýrra róta í
jarSvegi bernskustöSvanna. Hann yfirgefur unnustu sína í Osló og
heitir henni ævarandi tryggSum. En á æskustöSvunum hittir hann
fyrir unga stúlku, sem grípur hug hans föstum tökum. Hún verSur
honum efniviSur í málverk, og meS þeim takast ástir. Þegar hann
snýr aftur til Noregs, ætlar hann sér aS segja skiliS viS hina gömlu
unnustu sína þar, en brestur kjark til aS varpa henni frá sér. I sögu-
lok segir frá því, aS hann rekst á síSustu myndina, sem hann málaSi,
áSur en hann yfirgaf Noreg, mynd af einmana konu. Hann hafSi
veriS óánægSur meS myndina og málaS yfir hana. Nú tekur hann
til viS þessa mynd á nýjan leik, en er hann lýkur henni, verSur hon-
um ljóst, aS hann hefur ósjálfrátt málaS mynd af unnustunni, sem
hann skildi eftir á íslandi. Hún stendur frammi fyrir honum í á-
takanlegum einmanaleik og örvæntingu.
GuSmundur Finnbogason skrifaSi ritdóm um bókina í Skírni,
rakti efni hennar og sagSi aS lokum:
„Bókin sýnir ótvíræSa rithöfundarhæfileika, sérstaklega er
hreinn og fagur blær yfir lýsingunni á sumardvölinni heima
á Islandi, og sálarkvölum málarans er vel lýst“.
Nokkrir aSrir dómar birtust mn bókina, yfirleitt vinsamlegir.
Sigurjón GuSjónsson segir í Morgunblaðinu:
„ÞaS mun ekki verSa nema einn dómur um þá bók, aS sem
fyrsta bók höfundar sé hún meS afbrigSum góS. Smekkvísi,
stílgöfgi og listnæmi einkenna hana“.
Sveinn SigurSsson skrifar dóm í Eimreiðina og segir m. a.:
„Hann (höfundur) gerir meira af því aS vekja spurningar
og skapa flækjur en aS leysa úr þeim. I frásögninni ber all-
mikiS á fálmandi leit, og persónurnar eru nokkuS skugga-
kenndar stundum. En víSa eru fallegir, ljóSrænir kaflar í hók
hans, og hann virSist þegar hafa náS allgóSu valdi á norsk-
unni“.
AriS 1936 kvaddi Snorri Noreg og hélt heim til Islands. RéSst
hann aS Bæjarbókasafni Reykjavíkur og var skipaSur aSalbóka-