Skírnir - 01.01.1968, Side 18
16
SVERKIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
Dræmastar undirtektir hlaut bókin í ritdómi Braga Sigurjóns-
sonar í Stíganda. Hann finnur að ýmsu í orðavali Snorra,
„t. d. virðist hæpið að segja „úr myrkri og sorta skín svana-
flug“ (í Úlfdölum) eða tala um brimgrátt“.
Að lokum segir Bragi þetta um / Úlfdölum:
„Hvað er á bak við þetta? Skortir skáldið tilfinningahita, eða
skortir það reynslu? Tekst því ekki að tjá það, sem það ætl-
ar sér, eða er það óvenjulega dulúðugt? Er þetta aðeins list-
iðnaður, vantar í kvæðin neistann, listareldinn? En hvað um
það, lesendum leikur vafalaust forvitni á að sjá næstu bók
höf., mun hún færa þeim heim sanninn um, að hann sé þrótt-
ugt og djúpauðugt skáld, sem gæðir kvæði sín lífsfyllingu auk
fagurs búnings og kann að slá á marga strengi?“
Snorri Hjartarson er ekki hraðkvætt skáld, og langur tími hefur
liðið milli ljóðabóka hans. Onnur ljóðabók hans, A Gnitaheiði,
kom út 1952, en hin þriðja, Lauf og stförnur, ekki fyrr en 1966.
Hann hefur notið sívaxandi álits og vinsælda, og fyrir Lauf og
stjörnur hlaut hann verðlaun bókmenntagagnrýnenda 1967.
II.
Flestir þeirra, sem rætt hafa og ritað um kveðskap Snorra Hjart-
arsonar, eru á einu máli um, að hann sé mikill formsnillingur. Þetta
kemur heim við þá reynslu, sem flestir lesendur munu hafa af ljóð-
um hans; þau eru gædd einkennilegri hljómfegurð, sem getur grip-
ið lesandann það sterkum tökum, að hann lesi svo sem í vímu, gefi
sig formfegurð kvæðisins á vald og skeyti þá gjarnan minna um
inntak þess. Ég þykist vita, að þetta geti oft leitt til yfirborðslegs
skilnings, lesandinn láti sér nægja að skynja ljóðið, en hafi ekki
fyrir að skilja það. Nú verður hljómfegurð Ijóðs að vísu ekki
greind frá öðrum þáttum þess og einangruð, heldur er hún ævin-
lega samspil hljóms og merkingar. Form og inntak verður ekki með
hægu móti sundurgreint. Með framangreindar athugasemdir í huga
væri ekki úr vegi að huga nánar að ýmsum formeinkennum fyrstu
bókar Snorra Hjartarsonar. Ég vil taka það fram, að marga þætti
þessa máls hefur Helgi Hálfdanarson tekið til nákvæmrar og greina-
góðrar athugunar í grein sinni Eg er að blaða í bók,1 og tel ég
1 Tíroarit Máls og Menningar, 1955, bls. 67-90.