Skírnir - 01.01.1968, Page 19
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
17
óþarft að endurtaka ýmislegt, sem þar er bent á, en læt nægja að
vísa til greinarinnar í heild.
Það fer ekki á milli mála, að Snorri er mikill nýjungamaður,
hvað form snertir, í íslenzkum skáldskap. Ekki svo að skilja, að
hann sé formbyltingarmaður (í viðtekinni merkingu þess orðs) í
fyrstu bók sinni. Nær væri að nefna hann endurnýjunarmann. En
þótt okkur nú á dogum þyki form Snorra engan veginn nýstárlegt
eða framandlegt, var vissulega mikið nýnæmi að því við útkomu
bókarinnar. Ég tilfæri hér nokkrar setningar úr ummælum Andrés-
ar Björnssonar um Kvœði:
„Höfundurinn hefur gert djarfar tilraunir um nýja meðferð
ríms og hátta . . . þó get ég ekki neitað, að mér varð hálfrím-
ið í sumum kvæðanna þyrnir í augum, en líklega blindast
menn af langri venju . . . Annað, sem orkar nokkuð tvímæl-
is, er, hversu skáldið skiptir hispurslaust setningum í miðj-
um ljóðlínum, svo að málhvíldir verða þar. Þetta finnst mér
spilla kveðandinni . . . “
Hér er hent á þær tvær formnýjungar Snorra, sem mest liggja
í augum uppi, hálfrím og skiptingu setninga milli ljóðlína. Hálf-
rím er í sjálfu sér engin nýjung í íslenzkum skáldskap; skothend-
ingin er jafngömul íslenzkri ljóðhefð. Það, sem heyrir til nokkurr-
ar nýjungar, er að nota hálfrím sem endarím. í Kvœðum er hálf-
rímað endarím notað reglubundið í fjórum ljóðum (Jónas Hall-
grímsson, Rökkur, Leit, Bið) en óreglubundið í fimm ljóðum (Um
farna stigu, Nú greiðist þokan sundur, Enn er brosið þitt rjótt,
Svefnrof, Það kallar þrá). En hálfrímið kemur fyrir víðar en í enda-
rími; það er einnig algengt sem innrím, þó hvergi reglubundið. En
varfærnisleg og smekkleg notkun þess eykur á áhrif ýmissa hljóm-
fegurstu ljóðlína Snorra:
Það gisti óður
minn eyðiskóg
er ófætt vor
bjó í kvistum
Rykgrátt rökkurtóm
rekur dagsins spor
2