Skírnir - 01.01.1968, Page 27
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
25
lauf spratt á skógum, hvítir söngvar svifu
svanir af hafi . . .
Eg leita hvítra gleymdra daga, geng
ég finn mitt morgunhvíta líknarland
Sjá, dimmfölt drúpir limið
á draums míns feigu naðurkviku trjám,
sem nísta í húmi harms og tjóns
hjarta mitt gráum rótum,
gráum gljúpa og rauða
gróðurmold hjarta míns.
Hvíti liturinn er tákn sakleysis og fegurðar, grái liturinn táknar
auðn og tómleika, rauði liturinn ofsa og lífsorku.
Athyglisverður er í þessu sambandi lofsöngur Snorra til litadýrð-
ar landsins, sonnettan Heima. Þar opnar skáldið öll skilningarvit
sín fyrir landinu. Morgunsólin er eins og hörpuleikari, sem lýstur
geislaböndum sínum á strengi eyðilands og hrífur litahljóma þess
úr böndum. Skáldið hrífst af þessari tónlist augans, og hrifningin
nær hámarki í línunni
Ég teyga hljómdýrð þína þyrslum augum
þar sem þrjú skilningarvit eru notuð samtímis til að tjá styrkleika
áhrifanna.
Það má með réttu kalla Snorra Hjartarson náttúruskáld. í flest-
um kvæða hans er meginuppistaðan myndir og líkingar úr náttúr-
unni. Fá skáld hafa unnað henni eins heitt og Snorri. En það má
yrkja um náttúruna á marga vegu. Sum skáld yrkja um náttúruna
til að lofsyngja hana og finna frið og ró í skauti hennar. Slík kvæði
eru til eftir Snorra, en þó eru hin fleiri, þar sem náttúran er notuð
til að sýna hugarástand; kvæðið er endanlega ekki um náttúruna
heldur ákveðið hugarástand eða ákveðna framvindu hugarástands.
í náttúrunni finnur skáldið hlutlæga samsvörun tilfinninga sinna.
Tökum sem dæmi kvæðið Vef hlýjum heiðum örmum. Það er bæn
um endurlausn, skáldið er í tilfinningalegri kreppu, þrúgaður af