Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 28
26
SVERRIR HOLMARSSON
SKÍRNIR
fortíð sinni og brostnum draumum. Hann þráir afturhvarf til hins
upprunalega, unga, saklausa. En þessi hugsun er hvergi orðuð á svo
sértækan hátt í kvæðinu, heldur er sett saman röð mynda, sem gefa
í skyn eða tákna það, sem um er rætt. Skáldið þráir faðmlög sól-
arinnar, að endurlífgast við atlot hennar. Hann lýsir brostnum
draumum sínum sem feigum, naðurkvikum trjám, sem hafi læst grá-
um rótum sínum í gróðurmold hjarta hans. Og hann biður þess, að
sólin brenni þessi tré til ösku, svo að hann verði heill á ný og fagni
ungum óreyndum dögum vornöktum huga.
Þær náttúrumyndir, sem hér er brugðið upp, eru ekki venjulegt
landslag, heldur mætti e. t. v. öllu fremur kalla þær landslag hug-
ans. I hverju kvæðinu á fætur öðru lýsir skáldið hugarástandi á
þennan hátt. Þannig verða kvæðin hlutlæg, að vissu leyti ópersónu-
leg, þótt enginn sé þess dulinn, að í raun og sannleika séu þau
sprottin af djúpri tilfinningu og reynslu skáldsins.
I tveimur kvæðum bókarinnar notar Snorri fornar sagnir á svip-
aðan hátt og fléttar raunar saman við náttúrumyndir. Til þess að
kynnast þessum aðferðum betur, skulum við hyggja eilítið að þess-
um kvæðum, / Úlfdölum og Nú greiðist þokan sundur.
Völundarsögnin er uppistaða kvæðisins / Úlfdölum. Raunar er
Völundur hvergi nefndur á nafn, en heiti kvæðisins gefur til kynna,
að sá sem talar sé Völundur, eða a. m. k. honum skyldur. Sá, sem
talar, er skáld; í upphafi kvæðisins er lýst ástandi sælu og ham-
ingju, svanirnir gista skáldið eins og Völund forðum, og hann unir
sér við list sína eins og Völundur við smíðar sínar. En svanirnir
fljúga á braut, það dimmir, alls kyns óvættir eru á ferli. Hin bjarta
fortíð er horfin í loðinn myrkheima gróður. En í lokin kveður við
bjartari tón, skáldið heitir því að slá strengi með nýjum styrk og
öðlast þannig þor til að þreyja hina löngu nótt, þar til sól rís á
nýjan leik og svanirnir snúa aftur. En það er ekki aðeins Völund-
arsögnin, sem notuð er í byggingu þessa kvæðis. Óll myndbygg-
ing þess er lýsing dægraskipta. I upphafi er lýst morgni, svanirnir
koma með sólinni:
Og tónaseiður
og svanaflug
úr suðri logana
glæddu