Skírnir - 01.01.1968, Side 31
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
29
IV.
I skáldsögu Snorra, Hfíit flyver ravnen, er að finna nokkrar
setningar, sem draga saman mörg þau meginstef, sem finna má í
Kvœðum. Málarinn Steinar segir viS sjálfan sig:
Du má tilbake til din egen oprinnelighet, tilbake til dit drpm-
meland i havet, hvor din kunst skal slá rptter og vokse sig
sterk og hel!
Endelig hjem, hjem igen i dobbelt forstand - hjem til sin egen
indre verden av syner og drpmmer og lengsler, og hjem til
sit land.
Lengslene hans var ikke vage og ubestemte nu - nei, de spilet
de hvite vinger, samlet sig til en mektig lengsel, som et fugle-
trekk pá vei mot nord, en susende, syngende sverm. Hjem -
hjem - hjem.
Næstum því hvert orð í þessum setningum endurómar hvað eft-
ir annað í Kvœðum, og megininntak þeirra er jafnframt meginstef
Kvœða. Þetta stef, eða öllu heldur tilbrigði þess, má draga saman í
nokkur orð og hugmyndir, sem ganga eins og rauður þráður gegn-
um kvæðin: þrá, draumur, minning, endurlausn. Allt eru þetta ró-
mantískar hugmyndir, skáldið leitar burt frá raunveruleika líðandi
stundar. Þráin, aflið, sem knýr skáldið burt frá veröld hversdags-
leikans, er grunnþáttur þessa viðhorfs, enda kemur það orð mjög
oft fyrir í Kvæðum:
hugar míns fleyga vökudreymna þrá
ég þrái móans blóm og huliðshreima
borgirnar, ána: þar á þrá mín heima
Strengur! undinn úr
yndi mínu og þrá