Skírnir - 01.01.1968, Síða 35
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
33
í þessu kvæði kemur ekki einungis fram hugmyndin um uppruna-
leitina heldur og tvær aðrar myndir úr framangreindum tilvitnun-
um í H0jt flyver ravnen, þar sem segir: hvor din kunst kan slá rptter
og vokse sig sterk og hel. í kvæðinu talar Snorri um feig, naðurkvik
tré draums síns, sem nísti hjarta sitt gráum rótum, og hann biður
um að fá að finna til heill.
í Leit er um eins konar eldskírn að ræða, en saman við blandast
leit að sakleysi fortíðarinnar, hvítum gleymdum dögum. Skáldið
hrópar á þolraunir, hann vill ná markinu gegnum þrautir og kallar
á storminn:
ó, láttu mig
hamfarir þínar reyna, stormur! syng
um yfirbót og angist; þér um hönd,
austræni jötunn! vefðu hretsins ól
og slá mig, opna örva þinna lind
yfir mig, treystu vilja minn og þol:
ég finn mitt morgunhvíta líknarland
laugaður þrautum, skírður djúpri kvöl.
Áður hefur verið drepið á, hve algengt er, að eldur sé uppistaða
mynda og líkinga í Kvœðum. Þetta mætti skoða í samhengi endur-
lausnar- og eldskírnarstefj a kvæðanna, líta á eldinn sem eins konar
tákn endurlausnarinnar, eyðandi og lífgefandi afl í senn.
I H0it flyver ravnen talar Snorri um, að þrár málarans séu ekki
lengur óljósar og óákveðnar, heldur blaki þær hvítum vængjum, hafi
safnazt saman í eina máttuga þrá eins og fuglahópur á leið til norð-
urs. Þessi mynd gengur aftur í sonnettunni Hvítir vœngir, þar sem
márinn, sem svífur til hafs á hvítum vængjum, verður táknmynd
fyrir þrá skáldsins, sem í upphafi er útþrá, en snýst við, beinist inn
til landsins, aftur til heimkynnanna, bernskustöðvanna:
þar á þrá mín heima,
þangað um bláinn hvítir vængir sveima.
En þetta kvæði er ekki hið eina, þar sem vængir og flug koma fvrir
í Kvœðum. Þessar myndir koma fyrir hvað eftir annað:
3