Skírnir - 01.01.1968, Page 38
36
SVERRIR HÓLMARSSON
SKÍRNIR
„Það leið á talsvert löngu, áður en ég gat fyrirgefið mann-
inum að yrkja þessi innhverfu ljóð, yrkja um heiminn inni í
sjálfum sér án þess að gera minnstu tilraun til að koma þar
að „deginum og veginum", sem kallað er, stríðinu, sem allir
eru svo niðursokknir í, að þeir gæta einskis annars“.
Kristinn E. Andrésson reynir að draga sem mest hann má úr þessu
einkenni ljóðanna í bókmenntasögu sinni. Hann segir um I Ulfdöl-
um:
„Kvæðið er ort sumarið 1944, er þjóðin fagnaði einhuga
stofnun lýðveldis á íslandi. Leikur varla efi á, að það er að
dýpstu merkingu siguróður skálds, er vaknar eftir álagavetur
og finnur nýjan styrk sinn og þjóðarinnar, sem hann er ris-
inn af“.
Hér sýnist mér, að vitneskjan um ytri aðstæður (þ. e. yrkingar-
tíma) og sterk þjóðfélagshyggja hafi leitt bókmenntafræðinginn
á villigötur, a. m. k. tekst honum að lesa meira út úr kvæðinu en
ég fæ með góðu móti séð. Sömuleiðis þykir mér eftirfarandi full-
yrðing hans hæpin:
„Kvæði Snorra Hjartarsonar eru í heild mjög bundin per-
sónu hans sjálfs, en fela þó jafnframt mörg í sér táknræna
mynd af lífsbaráttu og sigrum íslenzku þjóðarinnar“.
Eg er hræddur um, að þeir reyndust fáir staðirnir, sem unnt væri
að benda á þessari staðhæfingu til sönnunar.
En víkjum aftur að framangreindum tveim kvæðum, sem standa
saman aftast í bókinni, Að kvöldi og Það kallar þrá. Ég held það
geti varla verið nein tilviljun, að höfundur valdi þeim þennan stað;
þau vísa fram á við til nýrra átaka og viðhorfa.
Sonnettan Að kvöldi lýsir í líkingum þróun skálds, sem vaknar
upp af rómantískum draumum sínum við kaldan og nakinn veru-
leikann í kringum sig. Höfuðlíking kvæðisins er fólgin í orðinu
dvergaskip:
í morgun þegar sól af fjallsbrún flaug
og felldi úr rauðum vængjum gullinn dún
á daggarblámans djúpu himinlaug,
dvergaskip smá með stöfuð segl við hún,