Skírnir - 01.01.1968, Page 39
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
37
sveif ég af dulu draumahafi: leið
dagur um nakta jörð og gliti sló
á stálgrá virki, höfgan hangameið,
hungurföl börn á dreif um sviðinn skóg
mannauðra byggða, mjúkan vofudans
morðelda, þar sem feigðarmaran tróð
blóðugum iljum líf og vonir lands;
hjá lágum gröfum dvergaskip mín hlóð
ég sekt og hatri, helnauð dýrs og manns,
og hvarf á náttsvart djúp í rauðri glóð.
Þessi gamla skáldskaparkenning er gædd nýju lífi, þegar hún er
tengd myndinni af skáldinu, sem svífur af dulu draumahafi. Hafið
er heimkynni skáldskapar, þar verður hann til (djúp hafsins má
setja í samband við djúp hugans). Landið, hins vegar, er veruleik-
inn. Skáldið hefur hingað til látið sér nægja að gista hafið, hið dula
draumahaf, veruleikinn hefur ekki verið krefjandi. Nú hefur hann
hins vegar siglt til lands og hlaðið dvergaskip sín (þ. e. kvæði sín)
veruleika; síðan siglir hann aftur á haf út, á vit skáldskaparins.
Aður en lengra er haldið vil ég staðnæmast við þessa línu:
dvergaskip smá með stöfuð segl við hún
Orðið stöfuð er snilldarlega valið, því að hvort tveggja er, að
sólin stafar geislum á segl raunverulegs skips, og að segl dverga-
skips, það sem ber kvæði áfram, eru vitanlega orðin, samsett af
stöfum.
í kvæðinu eru dægraskipti notuð á táknrænan hátt. Morgunn-
inn í upphafi er heimur milli svefns og vöku, milli næturinnar, sem
er hinn óræði, duli heimur drauma og skáldskapar, og dagsins, sem
er hinn nakti veruleiki. Birtan er einnig notuð á svipaðan hátt.
Gullinn dúnn rauðra vængja sólarfuglsins í upphafinu er töfrabirta
morgunsins. Breytingunni frá þeim heimi yfir í heim veruleikans
er gefin aukin áherzla með því að setja orðið dagur fremst í línu:
leið
dagur um nakta jörð.