Skírnir - 01.01.1968, Síða 41
SKÍRNIR
AF DULU DRAUMAHAFI
39
högg gjalla, sleggjur rísa, falla ótt
og fast og hátt og belgi þjóta, blása
í brimsog rauðra loga . . .
Fjallið er ekki lengur afmörkuð bernskuveröld hans, heldur hin
mikla smiðja heimsins. Og neistaflugið frá þessari smiðju eru stjörn-
urnar, sem ráða örlögum hans, rista á hvolfið rúnir, rök hans og
dóm. En ekki einungis rök hans, heldur alls, sem er. Hér tengir
skáldið örlög sjálfs sín örlögum annarra, hann fær hvorki flúið
heiminn né gerðir sínar, afturhvarfið til bernskunnar er blekking:
Frá tregans gjaldi
flýr enginn, sízt í gömul spor.
Og skáldið heldur ótrauður inn í fjallið, þar sem hjarta heimsins
slær. Með því að varpa frá sér draumórum og lífsflótta öðlast hann
nýjan tilgang: hann vill gefa sig á vald lífinu:
. . . þú ert þetta líf,
það sem þú vinnur til og færð að gjöf!
Aherzlan er á þetta. Hann sættir sig við tilveru sína eins og hún er,
en þráin er ekki horfin. Hún birtist aftur, ung og eldi skírð, í nýrri
mynd og ögrar skáldinu.
Dvel eilífð fjallsins háður
við aflinn, smiður, málmur, loginn rauður,
og slá í órofsönn
ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu!
Hér afneitar skáldið flóttanum frá baráttunni við raunveruleikann.
Hann hefur lýst heiminum sem smiðju, og nú vill hann standa í þess-
ari smiðju, finna til með öllu, sem í henni er, og vinna ósleitilega.