Skírnir - 01.01.1968, Page 42
HANNESPÉTURSSON
Síðasta kvæði Jónasar Hallgrímssonar
i.
JÓN Sigurðsson forseti var alþingismaður Isfirðinga nær hálfan
fjórða áratug, 1845-1879, og sat öll þing á því skeiði utan fjögur.
Hann hafði setzt að í Kaupmannahöfn árið 1833, og urðu ferðir
hans yfir Atlantsála þess vegna ófáar.
Þegar við upphaf þingmennsku Jóns Sigurðssonar komst á sú
venja, að vinir hans og fylgjendur ytra héldu honum fagnaðargildi,
ýmist þá er hann sigldi út til íslands eða kom aftur þaðan. Eins var
um íslendinga heima fyrir, þeir héldu honum veizlur í Reykjavík.
Þannig hylltu menn foringja sinn á þeim dögum.
Tækifæriskveðskapur þótti ágætur fagnaðarauki í samsætum á
19. öld. Nokkur þeirra ljóða sem þá voru kveðin til söngs eða flutn-
ings undir borðum, náðu fljótt almannahylli sem ekki dvínaði, önn-
ur höfðu engan framgang.
Jónas Hallgrímsson var skáld margra ljóðgreina. Hann orti m. a.
fjöld tækifæriskvæða, allt frá upphafi til loka skáldferils síns. Sum
þeirra festust bráðlega í sessi meðal sígildra verka.
Þann 29. apríl 1845 efndu íslendingar í Höfn til mannfagnaðar,
kveðjuhófs í heiðursskyni við Jón Sigurðsson. Hann var þá á för-
um heim, til setu á alþingi endurreistu, er koma skyldi saman í
Reykjavík um sumarið. I mótun var nýr sóknararmur sjálfstæðis-
baráttunnar: athafnir alþingis. Velfarnaðaróskir til Jóns Sigurðs-
sonar gátu engu spillt. Og fyrir því hóuðu nokkrir Hafnar-íslend-
ingar sig saman, og Jónas Hallgrímsson kvað Jóni kvæði er var
sérprentað til nota í samsætinu. Á þessu vori hafði Jón nær fjögur
ár um þrítugt, Jónas var litlu eldri. Með þeim höfðu tekizt góð
kynni, þótt líklega hafi þeir ekki bundizt tryggðaböndum.
Veizlukvæði sitt nefndi Jónas Leiðarljóð til herra Jóns Sigurðsson-
ar alþingismanns. Talið er að það sé hinzta kvæði skáldsins. Hann