Skírnir - 01.01.1968, Side 46
44
HANNES PÉTTJRSSON
SKÍRNIR
það leiki við hann að þingstaðurinn skyldi hafa verið valinn á
mölinni? „Og allra grálegast er það mælt“, ritar Nordal, „að segja
Jóni, þessum ráðríka manni, að ,elta hina‘.“ Og orðin völin á möl-
inni skýrir hann þannig: „Skáldið óskar Jóni, í hálfkæringi, að hann
verði ánægður með (það leiki við hann) að hafa kosið mölina í
Reykjavík (kalda eyri) fyrir þingstað!“
Er nú þetta víst? I sagnorðinu að elta felst ekki einvörðungu
þolandi merking, það getur táknað: að þjarma að, knýja til undan-
halds, reka (til að mynda sauðpening). Hafi skáldið lagt þolandi
merkingu í orðið, skýtur því skökku við að segja Jóni í sömu andrá
að halda hugprúður til Reykjavíkur, hann á þá að snáfa hugprúður
til alþingis, ef hafnað er hinni gerandi merkingu sagnorðsins.
Athugaverður er einnig sá skilningur að völin á mölinni merki:
að mölin hafi orðið fyrir valinu. I orðabók Sigfúsar Blöndals er völ-
in (dæmið er tekið úr Leiðarljóði) skýrt með „Udvalg, udsögt
Skare, jfr. mannval“, þ. e. hinir völdu eða kjörnu menn. Skýring
þessi kemur alveg heim við notkun Þórðar Sveinbjörnssonar á orð-
inu, og má því teljast ugglaus. Þórður ritar svo í sjálfsævisögu sinni
bls. 94: „Að þinglausnum fór ég heim, og sótti strax um fríun frá
oftar að koma á Islands alþingi, af hverju ég fengið hafði meira en
nóg, enda hafði Bardenflelh heitið mér því, að ég máske losnað
gæti. þegar alþingis valanna fyrstu 6 ár væru liðin . . . “
Sé niðurlagsvísa Leiðarljóðs lesin með hliðsjón af því sem hér
hefur verið sett fram, er hugsun J ónasar þessi: Ég bið þess að kynn-
in af Þingvöllum verði þér til eflingar. Láttu svo til skarar skríða
gegn hinum! Haltu hugprúður til Reykjavíkur. Megi þingmennirn-
ir verða þér eftirlátir.
Áreiðanlegt er, að brýningin til Jóns Sigurðssonar snertir ekkert
fremur en þá deilu sem var uppi um val þingstaðar. Jónas nefnir
hvergi beinum orðum að Jóni hæfi bezt að skipta þar um skoðun
og leggjast á árina með Fjölnismönnum og þeim öðrum sem tóku
Þingvelli fram yfir Reykjavík, en undir niðri í kvæðinu boðar hann
það. Hann ímyndar sér að viðdvöl Jóns á Þingvöllum færi honum
heim sanninn um það til fullnustu, að Fjölnismenn hafi á réttu að
standa - að þar hjá „klifi stóru“ sé hinn sanni þingstaður íslend-
inga. Efldur þeirri vissu á hann að snúa til Reykjavíkur og vinna
málinu fylgi.