Skírnir - 01.01.1968, Page 49
SÍÐASTA KVÆÐI JÓNASAR
SKÍRNIR
47
hugsjónum sínum til framdráttar að skensa Jón SigurSsson freklega
í veizlukvæSi. Brynjólfur skrifar: „ViS gerSum Jóni veizlu Islend-
ingar sem alþingismanni þegar hann fór, enda er öll von mín til
hans þar sem þingiS er“.
LEIÐARLJ ÓÐ
tii
Herra JÓNS SIGURÐSSONAR
alþíngismanns.
Byr um gráð þig beri
bugþægur, flugnægur;
frói þjer á flóa
fundur Isagrundar.
Sjáðu land, er leiðir
ljós um bláa ósa
glöðust sól, og glæðir
Glámutind í vindum.
Týa þá, og tegja
tá láttu jó gráan,
(hvítur hæfir snotrum
hestur framagesti);
móður fyrst og föður
findu - svo í skyndi
reiff um háar heiðar
hertu slingr að þingi.
Hyggjum víst, aff vestan
ver ókunnan beri
(járnum jörðu spornar
jór) að klifi stóru;
þá er sem að sjáum:
sveif bifan þig yfir
hvarmahreggs, á barmi
hám Almannagjáar.
Breiffir kvöldið blíða
bláan yfir sjáinn
ljósa blæu, hýsa
hængir í marsængu;
hátt um hrauniff kletta
hylja runnar, dylja
kjamgrös kaldar fyrnir,
knýr ramur foss hamar.
Búffafjöldinn báða
bakka fríða skrýðir
Oxarár —en vaxa
eina þar um steina
möðmr mjög, og öðrum
mjúk túnblæa hjúkrar,
hunangsfluga holu
hyggin marga byggir.
Auðt er enn að mönnum
Alþingi — talslingra
hölda, (hvað mun valda?),
hafa reiðir tafist.
Nei, ef satt skal segja,
sunnanfjalls þeir spjalla;
þingið fluttu þangað
þeir á kalda eyri.
Hlýan bústað bía
biffjum þjer aff liði
verða — þyggðu værðir
værar á grund kærri.
Elt svo hina! haltu
hugprúður til búffa
Víkur — Við þig leiki
völin á mölinni.
J.H.