Skírnir - 01.01.1968, Side 53
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 51
þó fullir efasemda. I riti sínu um Snorra 1920 gagnrýnir Sigurður
Nordal ýmsar röksemdir Björns M. Ólsens, en vill þó ekki taka af
skarið.8
Næsti áfangi þessara umræðna er svo árið 1927, en þá kom út í
Lundi doktorsritgerð um þetta efni, Författarskapet till Eigla eftir
Per Wieselgren. Hann ræðst með mælsku og rökfimi gegn kenning-
um Björns M. Ólsens og hrekur þær eða telur sig hrekja þær allar
sem eina. Um Bley fer hann háðulegum orðum. En Wieselgren
lætur ekki við þetta sitja, heldur safnar hann saman fjölda rök-
semda sem hann telur sanna að Snorri geti ekki verið höfundur Eglu,
og velkist hann ekki í vafa um að eftir þetta muni enginn halda því
fram í alvöru.
Það var eðlilegt að Wieselgren hefði litla trú á að Snorri væri höf-
undur Eglu, því að hann var einlægur sagnfestumaður og taldi að
sagan hefði orðið til á munnlegu stigi og ætti sér marga höfunda.
Síðasti kafli bókar hans fjallar um, hvernig Egla hafi í rauninni
orðið til. Sér til stuðnings hefur hann uppgötvanir Sievers um
mannsröddina, og raunar höfðu þeir Sievers farið yfir söguna sam-
an til að greina þjóðerni og aldur höfundanna, sem hvort tveggja
er mjög mismunandi að þeirra dómi.9 Er það sannast að segja, að
þar sem Wieselgren tekst að gera Bley dálítið broslegan í þeim kafla
sem um hann fjallar, þá gerir hann sjálfan sig sprenghlægilegan í
þessum síðasta kafla bókar sinnar, en hún er annars á margan hátt
hið merkasta rit.
Ekki liðu mörg ár frá útkomu rits Wieselgrens, þangað til út kom
það rit, sem drýgstan þátt hefur átt í að vinna almennt fylgi þeirri
skoðun að Snorri sé höfundur Eglu, en það er útgáfa Sigurðar
Nordals í íslenzkum fornritum 1933. Hann gerir þar grein fyrir
ýmsum annmörkum, sem hann telur á röksemdafærslu Björns M.
Ólsens og fellst á mikið af gagnrýni Wieselgrens á hana, en jafn-
framt hrekur hann röksemdir Wieselgrens fyrir því, að Snorri geti
ekki verið höfundur Eglu. Sjálfur bætir hann svo við ýmsum nýj-
um röksemdum fyrir því að Snorri sé höfundurinn. Veigamesti þátt-
urinn í röksemdum Wieselgrens hafði verið samanburður á stíl
Heimskringlu og Eglu, en Nordal sýndi fram á að hann hafði ekki
tekið nægilegt tillit til varðveizlu sögunnar, og kem ég að því síðar.
Niðurstaða Nordals verður: