Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 54
52
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
Þetta mál verður aldrei útkljáð til fullrar hlítar með þeim
gögnum, sem vér þekkjum nú. Eg er fús til þess að skiljast við
það sem álitamál. En sjálfur hef eg sannfærzt um það því
meir sem eg hef kynnzt Egils sögu betur, að hún sé verk
Snorra, og eg mun framvegis ekki hika við að telja söguna
með ritum hans, nema ný rök komi fram, sem mér hefur sézt
yfir.10
Eftir útkomu þessa rits er óhætt að segja að allur þorri manna,
lærðra og ólærðra, hafi litið svo á, að Snorri sé í rauninni höfund-
ur Eglu. Wieselgren maldaði reyndar í móinn í ritdómi, en hann
er ekki jafnsannfærður lengur og gengur svo langt að segja, að
hann geti hugsað sér að Snorri hafi ritstýrt sögunni eða rjálað eitt-
hvað við hana.11
Anne Holtsmark sagðist í ritdómi um útgáfuna hallast æ meir að
skoðun Nordals, og nefnir röksemdir, er hún hefur komið auga á,
til viðbótar.12
Síðan hafa menn gefið mestan gaum að máli og stíl sögunnar.
Margir hafa orðið til að benda á einstök orð eða orðasambönd -
eða þá ákveðin listræn einkenni, sem þeir telja setja svip á rit Snorra
og Eglu.13
Síðustu tíu árin hefur enn færzt nýtt líf í rannsóknir á sam-
bandi Eglu og Heimskringlu. Árið 1959 kom út rit eftir hollenzk-
an fræðimann, van den Toorn, sem nefnist Zur Verfasserfrage der
Egilssaga Skallagrímssonar. Þar tekur hann til athugunar ýmis mál-
einkenni, einkum setningafræðileg, sem hann telur að hverjum
manni séu svo að segja ómeðvituð og því vel fallin til hlutlægrar
höfundargreiningar. Sumt af þessu hafði Wieselgren einnig kannað.
Van den Toorn ber Eglu bæði saman við nokkrar Islendingasögur
og hluta úr Heimskringlu. Alls staðar virðist koma fram mikill
skyldleiki með Heimskringlu og Eglu, og telur van den Toorn, að
sér hafi tekizt að færa svo sterkar líkur að höfundarrétti Snorra, að
lengra verði varla komizt.
Ekki kom þessi bók þó í veg fyrir, að menn héldu áfram að leita
sönnunargagna, og 1962 kom út í safninu íslenzk frœði ritið Snorri
Slurluson och Egils saga Skallagrímssonar. Ett försök till spráklig
författarbestamning eftir Peter Hallberg. Hann gagnrýnir harð-
lega fræðilega undirstöðu undir rannsókn van den Toorns og grein-